Forsetinn fær 38 þúsund undirskriftir á morgun 17. febrúar 2011 18:48 Frá mótmælum á Austurvelli Mynd/Vilhelm Gunnarsson Um 38 þúsund undirskriftir við áskorun til forsetans um að synja Icesave-lögunum verða afhentar á morgun. Einstaklingar geta ekki athugað hvort nöfn þeirra eru á listanum, en fagaðilar eru sagðir fara yfir listann. Forseti Íslands bauð aðstandendum undirskriftarsöfnunarinnar að skila undirskriftunum klukkan þrjú í dag en þeir báðu um frest svo Credit Info gæti samkeyrt kennitölur og nöfn á listanum við þjóðskrá. Tæplega 38 þúsund undirskriftir verða því afhentar á Bessastöðum klukkan ellefu í fyrramálið. Talsamaður söfnunarinnar minnir á að 30 þingmenn hafi greitt atkvæði með þjóðaratkvæðagreiðslu en 33 verið á móti þótt mikill meirihluti þingmanna hafi samþykkt Icesavelögin. Hann sé sannfærður um að forsetinn vísi málinu til þjóðarinnar. „Þessi viðbrögð frá þjóðinni, frá fólkinu í landinu, eru án fordæmis, við höfum aldrei séð jafnmikinn þunga eins og á þessum undirskriftarlista," segir Hallur Hallsson talsmaður Samstöðu þjóðar gegn Icesave. Þetta eru nokkur þúsund fleiri undirskriftir en bárust forseta vegna fjölmiðlalaganna árið 2004 en um 18 þúsund færri en Indefence safnaði og afhenti forsetanum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í mars í fyrra. Hallur segir ekki mörg dæmi um að reynt hafi verið að falsa undirskriftir fólks á listanum. Hann segir að ekki sé hægt að skoða hver sé á listanum. Það sé gert til að gæta persónuverndar en IP-tölur og kennitölur hafi verið bornar saman við nöfn fólks á listanum. „Það eru fagaðilar sem horfa yfir öxlina á okkur, þegar því öllu er lokið, getur forsetinn gert sínar kannanir eins og hann telur séu viðeigandi," segir Hallur að lokum. Icesave Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Um 38 þúsund undirskriftir við áskorun til forsetans um að synja Icesave-lögunum verða afhentar á morgun. Einstaklingar geta ekki athugað hvort nöfn þeirra eru á listanum, en fagaðilar eru sagðir fara yfir listann. Forseti Íslands bauð aðstandendum undirskriftarsöfnunarinnar að skila undirskriftunum klukkan þrjú í dag en þeir báðu um frest svo Credit Info gæti samkeyrt kennitölur og nöfn á listanum við þjóðskrá. Tæplega 38 þúsund undirskriftir verða því afhentar á Bessastöðum klukkan ellefu í fyrramálið. Talsamaður söfnunarinnar minnir á að 30 þingmenn hafi greitt atkvæði með þjóðaratkvæðagreiðslu en 33 verið á móti þótt mikill meirihluti þingmanna hafi samþykkt Icesavelögin. Hann sé sannfærður um að forsetinn vísi málinu til þjóðarinnar. „Þessi viðbrögð frá þjóðinni, frá fólkinu í landinu, eru án fordæmis, við höfum aldrei séð jafnmikinn þunga eins og á þessum undirskriftarlista," segir Hallur Hallsson talsmaður Samstöðu þjóðar gegn Icesave. Þetta eru nokkur þúsund fleiri undirskriftir en bárust forseta vegna fjölmiðlalaganna árið 2004 en um 18 þúsund færri en Indefence safnaði og afhenti forsetanum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í mars í fyrra. Hallur segir ekki mörg dæmi um að reynt hafi verið að falsa undirskriftir fólks á listanum. Hann segir að ekki sé hægt að skoða hver sé á listanum. Það sé gert til að gæta persónuverndar en IP-tölur og kennitölur hafi verið bornar saman við nöfn fólks á listanum. „Það eru fagaðilar sem horfa yfir öxlina á okkur, þegar því öllu er lokið, getur forsetinn gert sínar kannanir eins og hann telur séu viðeigandi," segir Hallur að lokum.
Icesave Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira