Flokksræði og framfarir Jônína Michaelsdóttir skrifar 15. febrúar 2011 12:37 Mörgum hefur verið tíðrætt um flokksræði síðustu misserin, og eru þá gjarnan með aðra flokka en sína eigin í huga. Við ber að þeir sem starfa við fjölmiðlun og eru ekki flokksbundnir, trúi því að þeir séu hlutlausir í pólitík, en það er undantekning að svo sé. Það þarf enga sérgáfu til að skynja hvar samúðin liggur hjá hverjum og einum þegar rætt er og ritað um stjórnmál. Ekkert við það að athuga. Hitt er lakara þegar stjórnmálaflokkar taka upp siði sértrúarsafnaða: Helgispjöll, ef línunni er ekki fylgt! Hverju mundi það breyta ef allir stjórnmálaflokkar á Íslandi yrðu lagðir niður? Ekki miklu. Sækjast sér um líkir, og fyrirbærið yrði bara skilgreint með öðru orði en, flokkur. Góð vinkona mín, sem fór í framhaldsnám til Kaupmannahafnar á árum áður, sagði að það hefði komið sér í opna skjöldu hvað vinstri sinnaðir stúdentar voru sannfærðir um eigið ágæti. Skólabróðir hennar sagði að það væri ekkert leyndarmál að gáfuðustu nemendurnir væru allir vinstri sinnaðir, og ef hún vildi vinna sig í álit sem "intellectual" þá skyldi hún segjast vera vinstri sinnuð. "Horfðu bara á þá! Sérðu ekki hvað þetta fólk ber af í andríki og gáfum?" sagði hann, einlægur og hrifinn. Maður þarf ekki að vera langminnugur til að kannast við þetta viðhorf í listageiranum hér á landi. Þeir sem ekki voru vinstri sinnaðir, voru yfirleitt ekki að flagga því. Vissu hvað það kostaði.Nýir tímar Meðan Samband íslenskra samvinnufélaga var og hét, hafði Framsóknarflokkurinn mikil ítök, sérstaklega á landsbyggðinni, og var ófeiminn við að nýta sér það. Sjálfstæðisflokkurinn var og er flokkur einkaframtaksins, og þess að fólk vinni saman, stétt með stétt. Sjálfstæðismenn hafa verið öflugir í útgerð og atvinnulífi almennt á síðustu áratugum. Þetta vita allir og þetta er liðin tíð. En hvað er fram undan? Þeir sem eru búnir að fá nóg af "flokksræði", hafa ekki lagt til nýja skipan, svo ég viti til. Það kann að hafa farið framhjá mér. En það er náttúrlega við blasandi að menn hljóta að skoða skipulag og hlutverk stjórnmálahreyfinga upp á nýtt á næstu árum, ekki bara út af hruninu, heldur tækninni. Við lifum í allt öðrum heimi en áður. Það er til dæmis rökrétt og skynsamlegt þegar verið er að vinna plögg sem skipta máli að um það ríki trúnaður meðan á ferlinu stendur, en þeir sem líta á slíkan trúnað sem óviðeigandi leynd, þurfa ekki annað en að senda eina setningu á sms til að rjúfa þá leynd. Vonandi vaknar aftur virðing fyrir trúnaði milli manna, en í dag er litið á slíkt sem pukur, vegna óöryggisins sem alls staðar ríkir. Fámenn þjóð á auðvitað að vinna saman í hremmingum. En meðan allir standa eins og hundar á roði á eigin torfu gerist lítið, og allir tapa.Eyjarskeggjar Sitjandi ríkisstjórn er tíðrætt um Norðurlöndin og þá sem þar búa, og hvað það sé eftirsóknarvert fyrir okkur að vera með sama skipulag og gildismat. Ég held að það verði seint. Ekki af því að norrænt viðmið sé ekki ágætt, heldur af því að við búum á eyju í Atlantshafi. Þó að samgöngur og samskipti séu greið, held ég að eyjarskeggjar, hvar sem er í veröldinni séu á sérstakri snúru. Fyrir mörgum árum, þegar ég var í sumarleyfi á Mallorca, keypti ég bókina, Vetur á Mallorca eftir Amantine Lucile Dupin, sem tók sér nafnið George Sand. Hún skrifaði bókina eftir að hafa búið vetrarlangt á eyjunni með Frederick Chopin og börnum sínum. Greinilegt var að þeim hafði ekki liðið vel þar. Kuldinn kom þeim í opna skjöldu og þeim mislíkaði eitt og annað hjá eyjarskeggjum. Það sem mér þótti athyglisvert var að einn þeirra, sagnfræðingur að mennt, hafði skrifað langan formála að bókinni. Þar útskýrði hann ítarlega eða gerði lítið úr öllu sem Sand hafði gert athugasemdir við á eyjunni. Semsagt: Mallorca-búar eru stoltir af veru þessa fræga pars á eyjunni, og selja túristum bókina, en útskýra í sömu bók að það sé ekkert að marka það sem hún segir um þá. Ég verð að viðurkenna að mér fannst þetta afar íslenskt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Mörgum hefur verið tíðrætt um flokksræði síðustu misserin, og eru þá gjarnan með aðra flokka en sína eigin í huga. Við ber að þeir sem starfa við fjölmiðlun og eru ekki flokksbundnir, trúi því að þeir séu hlutlausir í pólitík, en það er undantekning að svo sé. Það þarf enga sérgáfu til að skynja hvar samúðin liggur hjá hverjum og einum þegar rætt er og ritað um stjórnmál. Ekkert við það að athuga. Hitt er lakara þegar stjórnmálaflokkar taka upp siði sértrúarsafnaða: Helgispjöll, ef línunni er ekki fylgt! Hverju mundi það breyta ef allir stjórnmálaflokkar á Íslandi yrðu lagðir niður? Ekki miklu. Sækjast sér um líkir, og fyrirbærið yrði bara skilgreint með öðru orði en, flokkur. Góð vinkona mín, sem fór í framhaldsnám til Kaupmannahafnar á árum áður, sagði að það hefði komið sér í opna skjöldu hvað vinstri sinnaðir stúdentar voru sannfærðir um eigið ágæti. Skólabróðir hennar sagði að það væri ekkert leyndarmál að gáfuðustu nemendurnir væru allir vinstri sinnaðir, og ef hún vildi vinna sig í álit sem "intellectual" þá skyldi hún segjast vera vinstri sinnuð. "Horfðu bara á þá! Sérðu ekki hvað þetta fólk ber af í andríki og gáfum?" sagði hann, einlægur og hrifinn. Maður þarf ekki að vera langminnugur til að kannast við þetta viðhorf í listageiranum hér á landi. Þeir sem ekki voru vinstri sinnaðir, voru yfirleitt ekki að flagga því. Vissu hvað það kostaði.Nýir tímar Meðan Samband íslenskra samvinnufélaga var og hét, hafði Framsóknarflokkurinn mikil ítök, sérstaklega á landsbyggðinni, og var ófeiminn við að nýta sér það. Sjálfstæðisflokkurinn var og er flokkur einkaframtaksins, og þess að fólk vinni saman, stétt með stétt. Sjálfstæðismenn hafa verið öflugir í útgerð og atvinnulífi almennt á síðustu áratugum. Þetta vita allir og þetta er liðin tíð. En hvað er fram undan? Þeir sem eru búnir að fá nóg af "flokksræði", hafa ekki lagt til nýja skipan, svo ég viti til. Það kann að hafa farið framhjá mér. En það er náttúrlega við blasandi að menn hljóta að skoða skipulag og hlutverk stjórnmálahreyfinga upp á nýtt á næstu árum, ekki bara út af hruninu, heldur tækninni. Við lifum í allt öðrum heimi en áður. Það er til dæmis rökrétt og skynsamlegt þegar verið er að vinna plögg sem skipta máli að um það ríki trúnaður meðan á ferlinu stendur, en þeir sem líta á slíkan trúnað sem óviðeigandi leynd, þurfa ekki annað en að senda eina setningu á sms til að rjúfa þá leynd. Vonandi vaknar aftur virðing fyrir trúnaði milli manna, en í dag er litið á slíkt sem pukur, vegna óöryggisins sem alls staðar ríkir. Fámenn þjóð á auðvitað að vinna saman í hremmingum. En meðan allir standa eins og hundar á roði á eigin torfu gerist lítið, og allir tapa.Eyjarskeggjar Sitjandi ríkisstjórn er tíðrætt um Norðurlöndin og þá sem þar búa, og hvað það sé eftirsóknarvert fyrir okkur að vera með sama skipulag og gildismat. Ég held að það verði seint. Ekki af því að norrænt viðmið sé ekki ágætt, heldur af því að við búum á eyju í Atlantshafi. Þó að samgöngur og samskipti séu greið, held ég að eyjarskeggjar, hvar sem er í veröldinni séu á sérstakri snúru. Fyrir mörgum árum, þegar ég var í sumarleyfi á Mallorca, keypti ég bókina, Vetur á Mallorca eftir Amantine Lucile Dupin, sem tók sér nafnið George Sand. Hún skrifaði bókina eftir að hafa búið vetrarlangt á eyjunni með Frederick Chopin og börnum sínum. Greinilegt var að þeim hafði ekki liðið vel þar. Kuldinn kom þeim í opna skjöldu og þeim mislíkaði eitt og annað hjá eyjarskeggjum. Það sem mér þótti athyglisvert var að einn þeirra, sagnfræðingur að mennt, hafði skrifað langan formála að bókinni. Þar útskýrði hann ítarlega eða gerði lítið úr öllu sem Sand hafði gert athugasemdir við á eyjunni. Semsagt: Mallorca-búar eru stoltir af veru þessa fræga pars á eyjunni, og selja túristum bókina, en útskýra í sömu bók að það sé ekkert að marka það sem hún segir um þá. Ég verð að viðurkenna að mér fannst þetta afar íslenskt!
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun