Heimsþekktir kylfingar vilja hanna ólympíugolfvöllinn í Ríó Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. desember 2011 10:00 Jack Nicklaus og Greg Norman vilja báðir fá að hanna keppnisvöllinn í Ríó fyrir ÓL í Brasilíu 2016. Getty Images / Nordic Photos Golf verður keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og verður það í fyrsta sinn frá árinu 1904 sem keppt verður í golfi á ÓL. Keppnisvöllurinn í Rio de Janeiro er ekki tilbúinn og í febrúar verður greint frá því hvaða aðilar fá það hlutverk að teikna og hanna völlinn. Alls eru átta tillögur til skoðunar hjá Alþjóða ólympíunefndinni og framkvæmdanefnd ÓL í Brasilíu 2016. Margir heimsþekktir kylfingar eru á meðal þeirra sem hafa lagt fram tillögur um hönnun vallarins. Þar má nefna Greg Norman (Hvíta hákarlinn) frá Ástralíu en hann leggur fram tillögu í samfloti með Lorenu Ochoa frá Mexíkó sem var efst á heimslistanum í kvennagolfinu í mörg misseri. Jack Nicklaus frá Bandaríkjunum hefur unnið með Anniku Sörenstam frá Svíþjóð að hönnum vallarins. „Gullbjörninn" og Sörenstam hafa unnið samtals 28 risatitla á ferlinum, Nicklaus alls 18 og Sörenstam 10 í kvennagolfinu. Gary Player frá Suður-Afríku er einnig á meðal þeirra sem er með tillögu, en þar að auki keppa Gil Hanse;,Tom Doak, Robert Trent Jones II, Hawtree Ltd. og þríeykið Peter Thomson, Ross Perrett og Karrie Webb um að fá þetta verkefni. Golf Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Golf verður keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og verður það í fyrsta sinn frá árinu 1904 sem keppt verður í golfi á ÓL. Keppnisvöllurinn í Rio de Janeiro er ekki tilbúinn og í febrúar verður greint frá því hvaða aðilar fá það hlutverk að teikna og hanna völlinn. Alls eru átta tillögur til skoðunar hjá Alþjóða ólympíunefndinni og framkvæmdanefnd ÓL í Brasilíu 2016. Margir heimsþekktir kylfingar eru á meðal þeirra sem hafa lagt fram tillögur um hönnun vallarins. Þar má nefna Greg Norman (Hvíta hákarlinn) frá Ástralíu en hann leggur fram tillögu í samfloti með Lorenu Ochoa frá Mexíkó sem var efst á heimslistanum í kvennagolfinu í mörg misseri. Jack Nicklaus frá Bandaríkjunum hefur unnið með Anniku Sörenstam frá Svíþjóð að hönnum vallarins. „Gullbjörninn" og Sörenstam hafa unnið samtals 28 risatitla á ferlinum, Nicklaus alls 18 og Sörenstam 10 í kvennagolfinu. Gary Player frá Suður-Afríku er einnig á meðal þeirra sem er með tillögu, en þar að auki keppa Gil Hanse;,Tom Doak, Robert Trent Jones II, Hawtree Ltd. og þríeykið Peter Thomson, Ross Perrett og Karrie Webb um að fá þetta verkefni.
Golf Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira