Heiðar og Margrét Lára knattspyrnufólk ársins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2011 17:55 Heiðar Helguson er knattspyrnumaður ársins. Nordic Photos / Getty Images Heiðar Helguson og Margrét Lára Viðarsdóttir voru í dag útnefnd knattspyrnumaður og -kona ársins árið 2011. Þetta er í áttunda skiptið sem valið fer fram. Kolbeinn Sigþórsson kom næstur í vali karlanna og Gylfi Þór Sigurðsson varð í þriðja sæti. Hjá konunum urðu samherjarnir Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Helgadóttir næstar en þær leika báðar með Malmö í Svíþjóð. Hér fyrir neðan má lesa um afrek þeirra á árinu:Knattspyrnumaður ársins 2011 Heiðar Helguson hefur átt góðu gengi að fagna með liði sínu QPR í ensku úrvalsdeildinni. Hann var einn af lykilmönnum liðsins sem vann sannfærandi sigur í ensku B-deildinni. Heiðar skoraði 13 mörk á tímabilinu og var annar markahæsti leikmaður liðsins. Heiðar gerði nýjan samning við félagið í sumar til eins árs. Eftir að hafa komið fremur lítið við sögu í byrjun tímabils hefur Heiðar gripið tækifærið báðum höndum og er markahæsti leikmaður QPR með sex mörk. Hann hefur skorað í fjórum heimaleikjum í röð og jafnað þar með félagsmet í úrvalsdeildinni. Heiðar hefur samtals skorað 26 mörk í 87 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar lék þrjá landsleiki á árinu og eru landsleikirnir orðnir 55 talsins og mörkin tólf2. sæti karla Kolbeinn Sigþórsson lék frábærlega með AZ Alkmaar á síðasta tímabili og var langmarkahæsti leikmaður liðsins, sem hafnaði í fjórða sæti deildarinnar, með 15 mörk. Hann skoraði t.a.m. fimm mörk í leik í janúar síðastliðnum. Í júlí keypti hollenska stórliðið, Ajax, Kolbein til liðs við sig fyrir 4 milljónir Evra. Kolbeinn hóf ferilinn af krafti hjá Ajax, vann sér strax sæti í liðinu og skoraði 5 mörk í fyrstu 8 leikjunum. Í byrjun október varð Kolbeinn fyrir því óhappi að ökklabrotna og verður frá keppni framyfir áramót. Kolbeinn lék þrjá landsleiki á árinu og skoraði eitt mark, sigurmarkið gegn Kýpur á heimavelli. Hann hefur því skorað fjögur mörk í átta landsleikjum. Hann lék einnig með U21 landsliðinu í úrslitakeppninni í Danmörku og skoraði þar í sigurleik gegn Dönum.3. sæti karla Gylfi Þór Sigurðsson var markahæsti leikmaður Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili sem vakti töluverða athygli þar sem hann átti ekki fast sæti í byrjunarliðinu. Hann skoraði 9 mörk fyrir Hoffenheim á síðasta tímabili en liðið hafnaði í 11. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann átti við meiðsli að stríða í upphafi þýsku deildarinnar í haust en er smám saman að komast á fulla ferð. Gylfi hefur fest sig í sessi sem einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins og lék þrjá landsleiki á árinu og skoraði í þeim eitt mark. Hann var einnig í íslenska U21 landsliðinu sem lék í úrslitakeppninni í Danmörku á árinu. Knattspyrnukona ársinsMargrét Lára fagnar marki í landsleik.Mynd/Daníel Margrét Lára Viðarsdóttir átti sitt besta tímabil í Svíþjóð. Hún varð önnur af markadrottningum deildarinnar, skoraði 16 mörk í 21 leik og var lykilmaður Kristianstad í sænsku deildinni. Þessum árangri náði hún þrátt fyrir að meiðsli væru að trufla hana við æfinga og keppni. Eftir síðasta leik hennar með sænska liðinu var tilkynnt að Margrét Lára hefði samið við þýska stórliðið Turbine Potsdam. Potsdam er eitt allra sterkasta félagslið heims, hefur t.a.m orðið þýskur meistari þrjú ár í röð og Evrópumeistari 2005 og 2010 og hefur tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna. Margrét Lára var sem fyrr lykilmaður í íslenska kvennalandsliðinu, sem trónir á toppi síns riðils í undankeppni EM og í níu landsleikjum á árinu skoraði hún átta mörk. Landsliðsmörkin eru því orðin 63 talsins í 77 leikjum.2. sæti Sara Björk Gunnarsdóttir sló í gegn á sínu fyrsta tímabili með sænska liðinu Malmö en þangað kom hún frá Breiðabliki. Hún skoraði 12 mörk í 21 leik og varð sjötta markahæst í deildinni. Malmö varð sænskur meistari með Söru innanborðs eftir hörkukeppni þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu umferðinni. Malmö hefur einnig tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna. Sara var sem fyrr í lykilhlutverki kvennalandsliðsins, lék níu landsleiki á árinu og skoraði eitt mark. Hún lék sinn fertugasta landsleik á þessu ári, aðeins 21 árs að aldri, en alls eru landsleikirnir orðnir 43 talsins og mörkin tíu.3. sæti Þóra Helgadóttir var aðalmarkvörður sænsku meistaranna í Malmö og hefur unnið sænska titilinn bæði tímabilin sín hjá Malmö. Hún var einn af máttarstólpum liðsins sem, ásamt því að vinna sænska titilinn annað árið í röð, hefur tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna. Þóra er einnig aðalmarkvörður íslenska kvennalandsliðsins og lék hún 7 landsleiki á árinu og fékk einungis á sig tvö mörk í þeim. Þóra lék sinn 80. landsleik á árinu og hefur leikið alls 81 landsleik og er hún þriðja leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Íslenski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli Sjá meira
Heiðar Helguson og Margrét Lára Viðarsdóttir voru í dag útnefnd knattspyrnumaður og -kona ársins árið 2011. Þetta er í áttunda skiptið sem valið fer fram. Kolbeinn Sigþórsson kom næstur í vali karlanna og Gylfi Þór Sigurðsson varð í þriðja sæti. Hjá konunum urðu samherjarnir Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Helgadóttir næstar en þær leika báðar með Malmö í Svíþjóð. Hér fyrir neðan má lesa um afrek þeirra á árinu:Knattspyrnumaður ársins 2011 Heiðar Helguson hefur átt góðu gengi að fagna með liði sínu QPR í ensku úrvalsdeildinni. Hann var einn af lykilmönnum liðsins sem vann sannfærandi sigur í ensku B-deildinni. Heiðar skoraði 13 mörk á tímabilinu og var annar markahæsti leikmaður liðsins. Heiðar gerði nýjan samning við félagið í sumar til eins árs. Eftir að hafa komið fremur lítið við sögu í byrjun tímabils hefur Heiðar gripið tækifærið báðum höndum og er markahæsti leikmaður QPR með sex mörk. Hann hefur skorað í fjórum heimaleikjum í röð og jafnað þar með félagsmet í úrvalsdeildinni. Heiðar hefur samtals skorað 26 mörk í 87 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar lék þrjá landsleiki á árinu og eru landsleikirnir orðnir 55 talsins og mörkin tólf2. sæti karla Kolbeinn Sigþórsson lék frábærlega með AZ Alkmaar á síðasta tímabili og var langmarkahæsti leikmaður liðsins, sem hafnaði í fjórða sæti deildarinnar, með 15 mörk. Hann skoraði t.a.m. fimm mörk í leik í janúar síðastliðnum. Í júlí keypti hollenska stórliðið, Ajax, Kolbein til liðs við sig fyrir 4 milljónir Evra. Kolbeinn hóf ferilinn af krafti hjá Ajax, vann sér strax sæti í liðinu og skoraði 5 mörk í fyrstu 8 leikjunum. Í byrjun október varð Kolbeinn fyrir því óhappi að ökklabrotna og verður frá keppni framyfir áramót. Kolbeinn lék þrjá landsleiki á árinu og skoraði eitt mark, sigurmarkið gegn Kýpur á heimavelli. Hann hefur því skorað fjögur mörk í átta landsleikjum. Hann lék einnig með U21 landsliðinu í úrslitakeppninni í Danmörku og skoraði þar í sigurleik gegn Dönum.3. sæti karla Gylfi Þór Sigurðsson var markahæsti leikmaður Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili sem vakti töluverða athygli þar sem hann átti ekki fast sæti í byrjunarliðinu. Hann skoraði 9 mörk fyrir Hoffenheim á síðasta tímabili en liðið hafnaði í 11. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann átti við meiðsli að stríða í upphafi þýsku deildarinnar í haust en er smám saman að komast á fulla ferð. Gylfi hefur fest sig í sessi sem einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins og lék þrjá landsleiki á árinu og skoraði í þeim eitt mark. Hann var einnig í íslenska U21 landsliðinu sem lék í úrslitakeppninni í Danmörku á árinu. Knattspyrnukona ársinsMargrét Lára fagnar marki í landsleik.Mynd/Daníel Margrét Lára Viðarsdóttir átti sitt besta tímabil í Svíþjóð. Hún varð önnur af markadrottningum deildarinnar, skoraði 16 mörk í 21 leik og var lykilmaður Kristianstad í sænsku deildinni. Þessum árangri náði hún þrátt fyrir að meiðsli væru að trufla hana við æfinga og keppni. Eftir síðasta leik hennar með sænska liðinu var tilkynnt að Margrét Lára hefði samið við þýska stórliðið Turbine Potsdam. Potsdam er eitt allra sterkasta félagslið heims, hefur t.a.m orðið þýskur meistari þrjú ár í röð og Evrópumeistari 2005 og 2010 og hefur tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna. Margrét Lára var sem fyrr lykilmaður í íslenska kvennalandsliðinu, sem trónir á toppi síns riðils í undankeppni EM og í níu landsleikjum á árinu skoraði hún átta mörk. Landsliðsmörkin eru því orðin 63 talsins í 77 leikjum.2. sæti Sara Björk Gunnarsdóttir sló í gegn á sínu fyrsta tímabili með sænska liðinu Malmö en þangað kom hún frá Breiðabliki. Hún skoraði 12 mörk í 21 leik og varð sjötta markahæst í deildinni. Malmö varð sænskur meistari með Söru innanborðs eftir hörkukeppni þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu umferðinni. Malmö hefur einnig tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna. Sara var sem fyrr í lykilhlutverki kvennalandsliðsins, lék níu landsleiki á árinu og skoraði eitt mark. Hún lék sinn fertugasta landsleik á þessu ári, aðeins 21 árs að aldri, en alls eru landsleikirnir orðnir 43 talsins og mörkin tíu.3. sæti Þóra Helgadóttir var aðalmarkvörður sænsku meistaranna í Malmö og hefur unnið sænska titilinn bæði tímabilin sín hjá Malmö. Hún var einn af máttarstólpum liðsins sem, ásamt því að vinna sænska titilinn annað árið í röð, hefur tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna. Þóra er einnig aðalmarkvörður íslenska kvennalandsliðsins og lék hún 7 landsleiki á árinu og fékk einungis á sig tvö mörk í þeim. Þóra lék sinn 80. landsleik á árinu og hefur leikið alls 81 landsleik og er hún þriðja leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi.
Íslenski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn