Aðventukræsingar Rósu: Chillísúkkulaði og brauðkollur 13. desember 2011 09:36 Rósa Guðbjarts eldar hér og gefur uppskriftir að heitu chillísúkkulaði, brauðkollum með fyllingu og dýrindis smákökum. Úr Íslandi í dag á Stöð 2. Heitt chillísúkkulaði f. fjóra1 rautt chillí-aldin eða ½ tsk. chillí-flögur eða-duft6 – 8 dl mjólk300 g suðusúkkulaði, saxað Fræhreinsið chillí-aldinið og saxið það mjög smátt. Hitið mjólkina, bætið chillí-aldininu út í og því næst súkkulaðinu. Berið fram gjarnan með þeyttum rjóma. Brauðkollur með fyllingu 10-12 brauðsneiðar 3 dl eldað kjúklina- eða kalkúnakjöt (tilvalið að nota afganga) 180 ml sýrður rjómi eða grísk jógúrt 3 msk. mangó chutney ½ - 1 tsk. karrí 1 dl sellerí, smátt skorið 1 dl blaðlaukur eða vorlaukur, smátt skorinn salt og pipar rósapipar og ferskt kóríander til skrauts Skerið skorpuna af brauðsneiðunum og þrýstið sneiðunum ofarm í smurð múffuform í álbakka. Bakið við 200 gráður í um 10 mínútur eða þar til brauðkollurnar hafa tekið á sig gylltan blæ. Blandið öðru hráefni saman í skál. Látið brauðkollurnar kólna og fyllið síðan með kjúklinga-/kalkúnablöndunni. Skreytið með rósapipar og kóríander, ef vill. Besta smákakan Dásamleg fyllingin í kaffisúkkulaðinu gerir þessar smákökur himneskar.3 eggjahvítur150 g flórsykur4 - 5 stk. kaffisúkkulaði, (frá Góu-Lindu) söxuð (60 g hvert) Hitið ofninn í 130 - 140 gráður. Byrjið á því stífþeyta eggjahvíturnar eins og best er að gera í marengsgerð, því uppistaðan í kökunum er einmitt marengs. Bætið flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum undir lok þeytingarinnar. Blandið síðan súkkulaðinu varlega saman við með sleif. Búið til litla toppa með tveimur teskeiðum og setjið á ofnplötu sem þakin hefur verið bökunarpappír. Bakið kökurnar í 25 - 30 mínútur. Fylgist með kökunum en ef fyllingin byrjar að leka úr þeim eru kökurnar orðnar ofbakaðar. Ef marengs topparnir eru bakaðir við svo lágan hita verða þeir stökkir og þannig vil ég helst hafa þá. Best er að leyfa þeim að standa í ofninum eftir að slökkt hefur verið á honum til að leyfa marengsinum að þorna vel. Ef þið viljið hafa toppana mjúka þá er best að baka þá við 180 gráður í 10-12 mínútur. Hægt er að nota venjulegan sykur eða púðursykur í stað flórsykursins. En þessi útgáfa finnst mér best. Njótið vel með góðu kaffi og við kertaljós – það eru jú bara jólin einu sinni á ári. Brauðtertur Jólamatur Kalkúnn Kjúklingur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Rósa Guðbjarts eldar hér og gefur uppskriftir að heitu chillísúkkulaði, brauðkollum með fyllingu og dýrindis smákökum. Úr Íslandi í dag á Stöð 2. Heitt chillísúkkulaði f. fjóra1 rautt chillí-aldin eða ½ tsk. chillí-flögur eða-duft6 – 8 dl mjólk300 g suðusúkkulaði, saxað Fræhreinsið chillí-aldinið og saxið það mjög smátt. Hitið mjólkina, bætið chillí-aldininu út í og því næst súkkulaðinu. Berið fram gjarnan með þeyttum rjóma. Brauðkollur með fyllingu 10-12 brauðsneiðar 3 dl eldað kjúklina- eða kalkúnakjöt (tilvalið að nota afganga) 180 ml sýrður rjómi eða grísk jógúrt 3 msk. mangó chutney ½ - 1 tsk. karrí 1 dl sellerí, smátt skorið 1 dl blaðlaukur eða vorlaukur, smátt skorinn salt og pipar rósapipar og ferskt kóríander til skrauts Skerið skorpuna af brauðsneiðunum og þrýstið sneiðunum ofarm í smurð múffuform í álbakka. Bakið við 200 gráður í um 10 mínútur eða þar til brauðkollurnar hafa tekið á sig gylltan blæ. Blandið öðru hráefni saman í skál. Látið brauðkollurnar kólna og fyllið síðan með kjúklinga-/kalkúnablöndunni. Skreytið með rósapipar og kóríander, ef vill. Besta smákakan Dásamleg fyllingin í kaffisúkkulaðinu gerir þessar smákökur himneskar.3 eggjahvítur150 g flórsykur4 - 5 stk. kaffisúkkulaði, (frá Góu-Lindu) söxuð (60 g hvert) Hitið ofninn í 130 - 140 gráður. Byrjið á því stífþeyta eggjahvíturnar eins og best er að gera í marengsgerð, því uppistaðan í kökunum er einmitt marengs. Bætið flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum undir lok þeytingarinnar. Blandið síðan súkkulaðinu varlega saman við með sleif. Búið til litla toppa með tveimur teskeiðum og setjið á ofnplötu sem þakin hefur verið bökunarpappír. Bakið kökurnar í 25 - 30 mínútur. Fylgist með kökunum en ef fyllingin byrjar að leka úr þeim eru kökurnar orðnar ofbakaðar. Ef marengs topparnir eru bakaðir við svo lágan hita verða þeir stökkir og þannig vil ég helst hafa þá. Best er að leyfa þeim að standa í ofninum eftir að slökkt hefur verið á honum til að leyfa marengsinum að þorna vel. Ef þið viljið hafa toppana mjúka þá er best að baka þá við 180 gráður í 10-12 mínútur. Hægt er að nota venjulegan sykur eða púðursykur í stað flórsykursins. En þessi útgáfa finnst mér best. Njótið vel með góðu kaffi og við kertaljós – það eru jú bara jólin einu sinni á ári.
Brauðtertur Jólamatur Kalkúnn Kjúklingur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira