Fulham datt út á marki í uppbótartíma - úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2011 12:54 Mynd/Nordic Photos/Getty Enska liðið Fulham féll út úr Evrópudeildinni á dramatískan hátt í kvöld en liðið var á leiðinni í 32 liða úrslitin þar til að Baye Djiby Fall tryggði OB jafntefli á þriðju mínútu í uppbótartíma. Red Bull Salzburg, Besiktas, Lazio og Steaua Búkarest komust einnig í 32 liða úrslitin í kvöld. Fulham var ekki eina þekkta félagið sem datt út í kvöld því það dugði ekki franska liðinu Paris Saint Germain ekki að vinna Athletic Bilbao. Fulham komst í 2-0 á móti danska liðinu OD frá Óðinsvéum og var á leiðinni í 32 liða úrslitin með sigri. Danska liðið minnkaði muninn á 64. mínútu og nýtti sér síðan kraftleysi Fulham-manna í lokin og tryggði sér jafntefli með marki í uppbótartíma. Fulham sat því eftir með sárt ennið og pólska liðið Wisla Krakow komst áfram eftir sigur á toppliði Twente sem var búið að vinna K-riðilinn. Paris Saint Germain sat eftir í F-riðlinum þrátt fyrir 4-2 sigur á toppliði Athletic Bilbao. RB Salzburg vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava og sá sigur skilaði liðinu öðru sætinu í riðlinum. Sigurmark Austurríkismannanna var sjálfsmark Tékkanna. Stoke telfdi fram hálfgerðu varaliði enda komið áfram í 32 liða úrslitin. Ricardo Fuller kom liðinu yfir í 1-0 en Besiktas-liðið skoraði þrjú mörk á síðasta hálftímanum eftir að Matthew Upson var rekinn útaf. Besiktas tryggði sér þar með bæði sæti 32 liða úrslitunum og sigur í E-riðlinum. Ítalska liðið Lazio tryggði sér sæti í 32 liða úrsltinum með 2-0 sigri á Sporting en portúgalska liðið var búið að tryggja sér sigur í D-riðlinum fyrir lokaumferðina.Úrslit og markaskorarar í leikjum kvöldsins:D-riðill: (Sporting Lisbonog Laziofóru áfram)18:00 FC Zurich - FC Vaslui 2-0 1-0 Xavier Margairaz (69.), 2-0 Oliver Buff (90.)18:00 Lazio - Sporting Lisbon 2-0 1-0 Libor Kozák (42.), 2-0 Giuseppe Sculli (55.)K-riðill: (Twente og Wisla Krakow fóru áfram)20.05: Wisla Krakow - Twente 2-1 1-0 Lukasz Gargula (12.), 1-1 Luuk De Jong (39.), 2-1 Tzvetan Genkov (46.)20.05: Fulham - OB 2-2 1-0 Clint Dempsey (27.), 2-0 Kerim Frei (31.), 2-1 Hans Henrik Andreasen (64.), 2-2 Baye Djiby Fall (90.+3)E-riðill: (Besiktas og Stokefóru áfram)18.00: Dynamo Kiev - Maccabi Tel Aviv 3-3 1-0 Leandro Almeida (12.), 2-0 Oleg Gusev (17.), 2-1 Omer Vered (49.), 2-2 Eliran Atar (62.), 2-3 Muanes Dabur (75.), 3-3 Oleg Gusev (80.).18.00: Besiktas - Stoke City 3-1 0-1 Ricardo Fuller (29.), 1-1 Manuel Fernandes (59.), 2-1 Mustafa Pektemek (74.), 3-1 Edu (83.).J-riðill: (Schalke 04 og Steaua Búkarest fóru áfram)20.05: Maccabi Haifa - Schalke 0-3 0-1 Sjálfsmark (7.), 0-2 Ciprian Marica (84.), 0-3 Andreas Wiegel (90.)20.05: Staua Búkarest - AEK Larnaca 3-1 1-0 Raul Rusescu (55.), 1-1 Gorka Pintado (61.), 2-1 Stefan Nikolic (70.), 3-1 Stefan Nikolic (85.)F-riðill: (Athletic Bilbao ogSalzburg fóru áfram)18.00: Slovan Bratislava - Salzburg 2-3 1-0 Milos Lacny (3.), 2-0 Milos Lacny (6.), 2-1 Jakob Jantscher (19.), 2-2 Leonardo (24.), 2-3 Sjálfsmark (52.).18.00: PSG - Athletic Bilbao 4-2 0-1 Jon Aurtenetxe (3.), 1-1 Javier Pastore (21.), 2-1 Mathieu Bodmer (41.), 2-2 David López (56.), 3-2 Sjálfmark (85.), 4-2 Guillaume Hoarau (90.)L-riðill: (Anderlecht og Lokomotiv Moskva fóru áfram)20.05: Sturm Graz - AEK Aþena 1-3 0-1 Konstantinos Manolas (10.), 0-2 Nathan Burns (43.), 1-2 Florian Kainz (59.), 1-3 Viktor Klonaridis (77.)20.05: Anderlecht - Lokomotiw Moskva 5-3 0-1 Vladislav Ignatjev (21.), 1-1 Sacha Kljestan (33), 2-1 Fernando Canesin Matos (39.), 3-1 Marcin Wasilewski (57.), 4-1 Matías Suarez (61.), 4-2 Dmitri Sychev (69.), 5-2 Guillaume Gillet (78.), 5-3 Dmitri Sychev (89.). Evrópudeild UEFA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Sjá meira
Enska liðið Fulham féll út úr Evrópudeildinni á dramatískan hátt í kvöld en liðið var á leiðinni í 32 liða úrslitin þar til að Baye Djiby Fall tryggði OB jafntefli á þriðju mínútu í uppbótartíma. Red Bull Salzburg, Besiktas, Lazio og Steaua Búkarest komust einnig í 32 liða úrslitin í kvöld. Fulham var ekki eina þekkta félagið sem datt út í kvöld því það dugði ekki franska liðinu Paris Saint Germain ekki að vinna Athletic Bilbao. Fulham komst í 2-0 á móti danska liðinu OD frá Óðinsvéum og var á leiðinni í 32 liða úrslitin með sigri. Danska liðið minnkaði muninn á 64. mínútu og nýtti sér síðan kraftleysi Fulham-manna í lokin og tryggði sér jafntefli með marki í uppbótartíma. Fulham sat því eftir með sárt ennið og pólska liðið Wisla Krakow komst áfram eftir sigur á toppliði Twente sem var búið að vinna K-riðilinn. Paris Saint Germain sat eftir í F-riðlinum þrátt fyrir 4-2 sigur á toppliði Athletic Bilbao. RB Salzburg vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava og sá sigur skilaði liðinu öðru sætinu í riðlinum. Sigurmark Austurríkismannanna var sjálfsmark Tékkanna. Stoke telfdi fram hálfgerðu varaliði enda komið áfram í 32 liða úrslitin. Ricardo Fuller kom liðinu yfir í 1-0 en Besiktas-liðið skoraði þrjú mörk á síðasta hálftímanum eftir að Matthew Upson var rekinn útaf. Besiktas tryggði sér þar með bæði sæti 32 liða úrslitunum og sigur í E-riðlinum. Ítalska liðið Lazio tryggði sér sæti í 32 liða úrsltinum með 2-0 sigri á Sporting en portúgalska liðið var búið að tryggja sér sigur í D-riðlinum fyrir lokaumferðina.Úrslit og markaskorarar í leikjum kvöldsins:D-riðill: (Sporting Lisbonog Laziofóru áfram)18:00 FC Zurich - FC Vaslui 2-0 1-0 Xavier Margairaz (69.), 2-0 Oliver Buff (90.)18:00 Lazio - Sporting Lisbon 2-0 1-0 Libor Kozák (42.), 2-0 Giuseppe Sculli (55.)K-riðill: (Twente og Wisla Krakow fóru áfram)20.05: Wisla Krakow - Twente 2-1 1-0 Lukasz Gargula (12.), 1-1 Luuk De Jong (39.), 2-1 Tzvetan Genkov (46.)20.05: Fulham - OB 2-2 1-0 Clint Dempsey (27.), 2-0 Kerim Frei (31.), 2-1 Hans Henrik Andreasen (64.), 2-2 Baye Djiby Fall (90.+3)E-riðill: (Besiktas og Stokefóru áfram)18.00: Dynamo Kiev - Maccabi Tel Aviv 3-3 1-0 Leandro Almeida (12.), 2-0 Oleg Gusev (17.), 2-1 Omer Vered (49.), 2-2 Eliran Atar (62.), 2-3 Muanes Dabur (75.), 3-3 Oleg Gusev (80.).18.00: Besiktas - Stoke City 3-1 0-1 Ricardo Fuller (29.), 1-1 Manuel Fernandes (59.), 2-1 Mustafa Pektemek (74.), 3-1 Edu (83.).J-riðill: (Schalke 04 og Steaua Búkarest fóru áfram)20.05: Maccabi Haifa - Schalke 0-3 0-1 Sjálfsmark (7.), 0-2 Ciprian Marica (84.), 0-3 Andreas Wiegel (90.)20.05: Staua Búkarest - AEK Larnaca 3-1 1-0 Raul Rusescu (55.), 1-1 Gorka Pintado (61.), 2-1 Stefan Nikolic (70.), 3-1 Stefan Nikolic (85.)F-riðill: (Athletic Bilbao ogSalzburg fóru áfram)18.00: Slovan Bratislava - Salzburg 2-3 1-0 Milos Lacny (3.), 2-0 Milos Lacny (6.), 2-1 Jakob Jantscher (19.), 2-2 Leonardo (24.), 2-3 Sjálfsmark (52.).18.00: PSG - Athletic Bilbao 4-2 0-1 Jon Aurtenetxe (3.), 1-1 Javier Pastore (21.), 2-1 Mathieu Bodmer (41.), 2-2 David López (56.), 3-2 Sjálfmark (85.), 4-2 Guillaume Hoarau (90.)L-riðill: (Anderlecht og Lokomotiv Moskva fóru áfram)20.05: Sturm Graz - AEK Aþena 1-3 0-1 Konstantinos Manolas (10.), 0-2 Nathan Burns (43.), 1-2 Florian Kainz (59.), 1-3 Viktor Klonaridis (77.)20.05: Anderlecht - Lokomotiw Moskva 5-3 0-1 Vladislav Ignatjev (21.), 1-1 Sacha Kljestan (33), 2-1 Fernando Canesin Matos (39.), 3-1 Marcin Wasilewski (57.), 4-1 Matías Suarez (61.), 4-2 Dmitri Sychev (69.), 5-2 Guillaume Gillet (78.), 5-3 Dmitri Sychev (89.).
Evrópudeild UEFA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Sjá meira