Íbúar í Húnaþingi vestra himinlifandi Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 16. desember 2011 19:00 Sveitarstjórnarmaður í Húnaþingi vestra er himinlifandi yfir því að Landsbankinn hafi viðurkennt málflutning stofnfjáreigenda og fellt niður lán til þeirra að eigin frumkvæði. Þungu fargi var létt af skuldurum sem margir hverjir stefndu í þrot. Jóhanna Margrét Gísladóttir. Það var í lok árs 2007 sem hundruðir stofnfjáreigenda í sparisjóðnum í Keflavík, Sparisjóði Húnaþings og Stranda og Sparisjóði Vestfirðinga tóku milljóna lán ýmist verðtryggð eða í erlendri mynt til að geta keypt nýtt stofnfé. Stofnféð glataðist hins vegar en eftir sátu hrikalegar skuldir sem mörg heimili í þessum byggðarlögum sáu ekki fram á að geta greitt. Í dag ákvað Landsbankinn hins vegar að veita þessum heimilum veglegan jólaglaðning og fella niður stóran hluta þessarra fimm hundruð lána með vísan í dóma Hæstaréttar í lok nóvember vegna stofnfjárkaupa í Byr. Elín R. Líndal í Húnaþingi vestra var himinlifandi þegar hún heyrði fréttirnar. „Þetta er mikill léttir fyrir samfélagið sem mér er annt um sem er Húnaþing vestra og þá sem við eiga í þessarri yfirlýsingu," segir Elín. Hún segir yfir hundrað heimili á svæðinu hafa átt allt undir í þessum lánum og stefnt í þrot. „Það er líka ánægjulegt að sjá það að landsbankinn viðurkennir málflutning okkar fyrir hönd einstaklinga sem tóku þessi stofnfjárlán að stofnbréfin ein væru að veði og því er ekki annað hægt en að fagna og virða þá ákvörðun Landsbankans að hann hafi gert þetta." Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum verður bréf sent til allra lántakenda á næstu vikum með upplýsingum um þeirra lán en meirihluti lánanna mun falla niður. Skroll-Fréttir Skroll-Viðskipti Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
Sveitarstjórnarmaður í Húnaþingi vestra er himinlifandi yfir því að Landsbankinn hafi viðurkennt málflutning stofnfjáreigenda og fellt niður lán til þeirra að eigin frumkvæði. Þungu fargi var létt af skuldurum sem margir hverjir stefndu í þrot. Jóhanna Margrét Gísladóttir. Það var í lok árs 2007 sem hundruðir stofnfjáreigenda í sparisjóðnum í Keflavík, Sparisjóði Húnaþings og Stranda og Sparisjóði Vestfirðinga tóku milljóna lán ýmist verðtryggð eða í erlendri mynt til að geta keypt nýtt stofnfé. Stofnféð glataðist hins vegar en eftir sátu hrikalegar skuldir sem mörg heimili í þessum byggðarlögum sáu ekki fram á að geta greitt. Í dag ákvað Landsbankinn hins vegar að veita þessum heimilum veglegan jólaglaðning og fella niður stóran hluta þessarra fimm hundruð lána með vísan í dóma Hæstaréttar í lok nóvember vegna stofnfjárkaupa í Byr. Elín R. Líndal í Húnaþingi vestra var himinlifandi þegar hún heyrði fréttirnar. „Þetta er mikill léttir fyrir samfélagið sem mér er annt um sem er Húnaþing vestra og þá sem við eiga í þessarri yfirlýsingu," segir Elín. Hún segir yfir hundrað heimili á svæðinu hafa átt allt undir í þessum lánum og stefnt í þrot. „Það er líka ánægjulegt að sjá það að landsbankinn viðurkennir málflutning okkar fyrir hönd einstaklinga sem tóku þessi stofnfjárlán að stofnbréfin ein væru að veði og því er ekki annað hægt en að fagna og virða þá ákvörðun Landsbankans að hann hafi gert þetta." Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum verður bréf sent til allra lántakenda á næstu vikum með upplýsingum um þeirra lán en meirihluti lánanna mun falla niður.
Skroll-Fréttir Skroll-Viðskipti Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira