Ætla má að jólasveinarnir þrettán kaupi gjafir í skóinn fyrir á þriðja hundrað milljóna króna fyrir jólin. Framkvæmdastjóri Epli.is kannast ekki við að hafa fengið jólasveina í sína verslun.
Ýmsar smágjafir sem kosta um þrjú til fjögur hundruð krónur eru vinsælar hjá jólasveinunum. Algengast er að börn á aldrinum á aldrinum þriggja til tólf ára fái í skóinn, en þau eru um fjörutíu og þrjú þúsund.
Ef við miðum við að hver jólasveinn eyði fjögurhundruð krónum í hverja gjöf, fær hvert barn í skóinn fyrir um 5200 krónur.
Jólasveinarnir þrettán kaupa þannig gjafir í skóinn fyrir tæpar 224 milljónir fyrir þessi jólin.
Nánari umfjöllun má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Jólasveinarnir gefa í skóinn fyrir um 220 milljónir
Erla Hlynsdóttir skrifar