Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grótta 29-17 Stefán Hirst í DB Schenkerhöllinni skrifar 1. desember 2011 14:42 Haukar héldu toppsæti sínu í N1-deildinni með auðveldum tólf marka sigri á slöku liði Gróttu í kvöld. Leikurinn fór hægt af stað og var nokkuð jafnræði með liðunum á upphafsmínútunum. Yfirburðir Hauka komu þó fljótt í ljós og voru þeir með þægilega sjö marka forystu eftir fyrri hálfleikinn sem einkenndist af varnarleik. Síðari hálfleikurinn var eign Hauka og áttu Gróttumenn engin svör við leik þeirra, hvorki í vörn né sókn. Hjá Haukum stóð Gylfi Gylfason upp úr í sóknarleiknum en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Haukar spiluðu einnig sterka vörn í leiknum og áttu Gróttumenn í stökustu vandræðum gegn henni. Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi, Birkir Ívar Guðmundsson var einnig mjög öflugur í markinu en hann varði tuttugu bolta í leiknum. Ljósu punktarnir hjá Gróttu voru fáir en liðið spilaði þó ágætis vörn á köflum ásamt því að markvarslan var ágæt. Sóknarleikur liðsins var þó í molum og væri best hægt að lýsa honum sem tilviljanakenndum. Grótta mætir Aftureldingu í næstu umferð í leik sem þeir verða að vinna ef þeir ætla sér að halda sæti sínu í deildinni.Héldum haus allan leikinn Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld sem reyndist á endanum auðveldur ,,Við þurftum að halda einbeitingu í kvöld og gerðum það. Birkir Ívar var góður í markinu og vörnin hélt vel. Maður þarf alltaf að varast vanmat gegn þessum liðum sem eiga að teljast slakari en við héldum haus í kvöld og kláruðum þetta með einbeitingu.” sagði Aron. Aron var einnig ánægður með gengi sinna manna að undanförnu og sagði hann liðið taka einn leik fyrir í einu ,,Við erum búnir að vera að spila nokkuð vel að undanförnu og erum búnir að vinna nokkra mikilvæga leiki sem er gott fyrir framhaldið. Við reynum þó að taka einn leik fyrir í einu og sjáum svo hvert það skilar okkur.” sagði Aron að lokum. Hræðilegur sóknarleikur í kvöld Guðfinnur Kristmannsson, þjálfari Gróttu var svekktur í leikslok en kallaði þó eftir þolinmæði. ,,Við áttum aldrei séns í kvöld og vorum alltof langt frá þeim í leiknum. Hræðilegur sóknarleikur okkar gerir það að verkum að við erum ekki með í þessum leik. Ég var þó nokkuð ánægður með vörnina, sérstaklega í fyrri hálfleik enda erum við búnir að vera að fara vel í hana í vikunni” sagði Guðfinnur. Guðfinnur kallaði eftir þolinmæði og sagði að Gróttu liðið væri að mótast ,,Við þurftum að búa til breidd fyrir tímabilið sem var ekki til staðar og það tekur allt tíma. Við erum að leyfa ungum uppöldum leikmönnum að spila sem er jákvætt.” sagði Guðfinnur að lokum.Auðveldur sigur í kvöld Gylfi Gylfason, leikmaður Hauka átti mjög góðan leik í kvöld og var ánægður með leik liðsins ,,Þetta var nokkuð létt í kvöld. Maður verður að halda haus gegn svona liðum og við gerðum það í dag. Það komst ekkert vanmat að hjá okkur í kvöld og við kláruðum þetta eins og menn” sagði Gylfi. Gylfi var virkilega öruggur í skotum sínum í leiknum og skoraði hann ellefu mörk. "Sóknarleikurinn var góður og liðið var að opna vel fyrir mig. Þetta var fínt í kvöld.” sagði Gylfi að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Haukar héldu toppsæti sínu í N1-deildinni með auðveldum tólf marka sigri á slöku liði Gróttu í kvöld. Leikurinn fór hægt af stað og var nokkuð jafnræði með liðunum á upphafsmínútunum. Yfirburðir Hauka komu þó fljótt í ljós og voru þeir með þægilega sjö marka forystu eftir fyrri hálfleikinn sem einkenndist af varnarleik. Síðari hálfleikurinn var eign Hauka og áttu Gróttumenn engin svör við leik þeirra, hvorki í vörn né sókn. Hjá Haukum stóð Gylfi Gylfason upp úr í sóknarleiknum en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Haukar spiluðu einnig sterka vörn í leiknum og áttu Gróttumenn í stökustu vandræðum gegn henni. Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi, Birkir Ívar Guðmundsson var einnig mjög öflugur í markinu en hann varði tuttugu bolta í leiknum. Ljósu punktarnir hjá Gróttu voru fáir en liðið spilaði þó ágætis vörn á köflum ásamt því að markvarslan var ágæt. Sóknarleikur liðsins var þó í molum og væri best hægt að lýsa honum sem tilviljanakenndum. Grótta mætir Aftureldingu í næstu umferð í leik sem þeir verða að vinna ef þeir ætla sér að halda sæti sínu í deildinni.Héldum haus allan leikinn Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld sem reyndist á endanum auðveldur ,,Við þurftum að halda einbeitingu í kvöld og gerðum það. Birkir Ívar var góður í markinu og vörnin hélt vel. Maður þarf alltaf að varast vanmat gegn þessum liðum sem eiga að teljast slakari en við héldum haus í kvöld og kláruðum þetta með einbeitingu.” sagði Aron. Aron var einnig ánægður með gengi sinna manna að undanförnu og sagði hann liðið taka einn leik fyrir í einu ,,Við erum búnir að vera að spila nokkuð vel að undanförnu og erum búnir að vinna nokkra mikilvæga leiki sem er gott fyrir framhaldið. Við reynum þó að taka einn leik fyrir í einu og sjáum svo hvert það skilar okkur.” sagði Aron að lokum. Hræðilegur sóknarleikur í kvöld Guðfinnur Kristmannsson, þjálfari Gróttu var svekktur í leikslok en kallaði þó eftir þolinmæði. ,,Við áttum aldrei séns í kvöld og vorum alltof langt frá þeim í leiknum. Hræðilegur sóknarleikur okkar gerir það að verkum að við erum ekki með í þessum leik. Ég var þó nokkuð ánægður með vörnina, sérstaklega í fyrri hálfleik enda erum við búnir að vera að fara vel í hana í vikunni” sagði Guðfinnur. Guðfinnur kallaði eftir þolinmæði og sagði að Gróttu liðið væri að mótast ,,Við þurftum að búa til breidd fyrir tímabilið sem var ekki til staðar og það tekur allt tíma. Við erum að leyfa ungum uppöldum leikmönnum að spila sem er jákvætt.” sagði Guðfinnur að lokum.Auðveldur sigur í kvöld Gylfi Gylfason, leikmaður Hauka átti mjög góðan leik í kvöld og var ánægður með leik liðsins ,,Þetta var nokkuð létt í kvöld. Maður verður að halda haus gegn svona liðum og við gerðum það í dag. Það komst ekkert vanmat að hjá okkur í kvöld og við kláruðum þetta eins og menn” sagði Gylfi. Gylfi var virkilega öruggur í skotum sínum í leiknum og skoraði hann ellefu mörk. "Sóknarleikurinn var góður og liðið var að opna vel fyrir mig. Þetta var fínt í kvöld.” sagði Gylfi að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira