Golf

Tiger Woods vann sinn sitt fyrsta mót í 749 daga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tiger Woods fagnar hér sigri.
Tiger Woods fagnar hér sigri. Mynd/Nordic Photos/Getty
Tiger Woods tryggði sér í kvöld sigur á Chevron World Challege mótinu í golfi sem fór fram í Kaliforníu. Zach Johnson var með eins högg forskot á Woods fyrir lokadaginn en Woods lék á þremur höggum undir pari í dag og tryggði sér langþráðan sigur.

Tiger landaði sigrinum með því að ná fuglum á tveimur síðustu holunum. Zach Johnson náði fugli á sextándu og var þá með eins högg forskot á Woods. Tiger jafnaði hann á 17. holunni og tryggði sér síðan sigur með öðrum fugli á þeirri átjándu.

Tiger endaði mótið á tíu höggum undir pari eða einu höggi á undan Johnson sem paraði tvær síðustu holurnar. "Þetta er æðislegt," sagði Tiger eftir að sigurinn var í höfn.

Tiger Woods hafði ekki náð að vinna í 26 mótum í röð eða allt síðan að hann vann ástralska Mastersmótið í nóvember 2009. Hann var búinn að bíða í 749 daga eftir 83. sigrinum á ferlinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×