Umfjöllun og viðtöl: FH - St. Raphael 20-29 Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 27. nóvember 2011 13:16 FH-ingar töpuðu illa, 29-20, fyrir Saint-Raphaël í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins í handkanttleik en leikið var í Kaplakrika í dag. Ólafur Gústafsson var atkvæðamestur í liði FH með fimm mörk en liðið náði sér engan vegin á strik. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins og þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 8-8. Þá spýttu gestirnir í lófana og keyrðu upp hraðan. FH-ingar náðu fáum skotum í gegnum vörn Saint-Raphaël, en miklir turnar voru í hjarta varnarinnar. Frakkarnir sigu framúr næstu mínútur og höfðu fimm marka forystu í hálfleik, 14-9. Sama var uppá teningnum í síðari hálfleik og voru Frakkarnir einu númeri of stórir fyrir Íslandsmeistarana. Munurinn var mestur níu mörk á liðunum, 29-20, en þannig lauk leiknum og því Saint-Raphaël nánast komnir í 16-liða úrslit.Andri: Misstum trú á verkefninu „Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni á útivelli," sagði Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH, eftir tapið í kvöld. „Ég er aðallega svekktur útaf því við vorum ekki að spila eins vel og við getum. Við klikkum á fjórum dauðafærum á stuttum kafla í fyrri hálfleik sem eiginlega fór með leikinn, þeir komust þá fimm mörkum yfir". „Það var síðan eins og menn hefðu ekki trú á verkefninu þegar við lendum nokkrum mörkum undir. Við fengum fínan möguleik á að minnka muninn niður í tvö mörk í síðari hálfleik, en þá misnotum við vítakast og missum síðan mann af velli stuttu síðar. Þá fór leikurinn í raun". „Við fáum mikið úr því að spila gegn svona sterku liði, mikill plús fyrir liðið. Við ætlum að fara út til Frakklands og selja okkur dýrt þar". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Andra hér að ofan.Kristján Arason: Þeir hafa farið í gegnum lengri skóla en við „Við lentum á móti liði í kvöld sem var einu númeri of stórt fyrir okkur," sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir tapið. „Við spiluðum vel framan af og vorum vel inn í leiknum, en þegar þeir komust tveimur mörkum yfir þá misstu menn tiltrúna". „Þeir keyrðu þá hratt í bakið á okkur og komust fljótlega fimm mörkum yfir. Við komum örlítið til baka í síðari hálfleiknum en þeir refsuðu okkur alltaf um hæl". „Við hættum að skjóta boltanum fyrir utan og fórum frekar að reyna hnoða boltanum inn á línuna. Það vantaði mun meiri hraða í okkar leik til að komast í gegnum vörn þeirra". „Við vorum auðvita að spila á móti algjöru toppliði með landsliðsmenn í nánast öllum stöðum á meðan við vorum að leyfa ungum strákum að spreyta sig. Þeir voru bara einfaldlega komnir í gegnum lengri skóla en við". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristján með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira
FH-ingar töpuðu illa, 29-20, fyrir Saint-Raphaël í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins í handkanttleik en leikið var í Kaplakrika í dag. Ólafur Gústafsson var atkvæðamestur í liði FH með fimm mörk en liðið náði sér engan vegin á strik. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins og þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 8-8. Þá spýttu gestirnir í lófana og keyrðu upp hraðan. FH-ingar náðu fáum skotum í gegnum vörn Saint-Raphaël, en miklir turnar voru í hjarta varnarinnar. Frakkarnir sigu framúr næstu mínútur og höfðu fimm marka forystu í hálfleik, 14-9. Sama var uppá teningnum í síðari hálfleik og voru Frakkarnir einu númeri of stórir fyrir Íslandsmeistarana. Munurinn var mestur níu mörk á liðunum, 29-20, en þannig lauk leiknum og því Saint-Raphaël nánast komnir í 16-liða úrslit.Andri: Misstum trú á verkefninu „Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni á útivelli," sagði Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH, eftir tapið í kvöld. „Ég er aðallega svekktur útaf því við vorum ekki að spila eins vel og við getum. Við klikkum á fjórum dauðafærum á stuttum kafla í fyrri hálfleik sem eiginlega fór með leikinn, þeir komust þá fimm mörkum yfir". „Það var síðan eins og menn hefðu ekki trú á verkefninu þegar við lendum nokkrum mörkum undir. Við fengum fínan möguleik á að minnka muninn niður í tvö mörk í síðari hálfleik, en þá misnotum við vítakast og missum síðan mann af velli stuttu síðar. Þá fór leikurinn í raun". „Við fáum mikið úr því að spila gegn svona sterku liði, mikill plús fyrir liðið. Við ætlum að fara út til Frakklands og selja okkur dýrt þar". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Andra hér að ofan.Kristján Arason: Þeir hafa farið í gegnum lengri skóla en við „Við lentum á móti liði í kvöld sem var einu númeri of stórt fyrir okkur," sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir tapið. „Við spiluðum vel framan af og vorum vel inn í leiknum, en þegar þeir komust tveimur mörkum yfir þá misstu menn tiltrúna". „Þeir keyrðu þá hratt í bakið á okkur og komust fljótlega fimm mörkum yfir. Við komum örlítið til baka í síðari hálfleiknum en þeir refsuðu okkur alltaf um hæl". „Við hættum að skjóta boltanum fyrir utan og fórum frekar að reyna hnoða boltanum inn á línuna. Það vantaði mun meiri hraða í okkar leik til að komast í gegnum vörn þeirra". „Við vorum auðvita að spila á móti algjöru toppliði með landsliðsmenn í nánast öllum stöðum á meðan við vorum að leyfa ungum strákum að spreyta sig. Þeir voru bara einfaldlega komnir í gegnum lengri skóla en við". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristján með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira