Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 20-23 Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2011 15:20 Mynd/Valli Afturelding vann afar óvæntan 20-23 sigur á Fram er liðin mættust í Safamýri í kvöld. Davíð Svansson markvörður var hetja þeirra. Framarar byrjuðu leikinn betur og náði fljótt frumkvæðinu þökk sé Magnúsi Erlendssyni markverði sem varði nánast allt sem á markið kom. Sóknarleikur Framara var þó ekki nógu beittur og baráttuglaðir Mosfellingar klóruðu sig hægt og bítandi inn í leikinn og náðu að lokum forskoti. Þeir fóru þó fáranlega illa að ráði sínu með því að láta reka sig út af sex sinnum í hálfleiknum. Þrátt fyrir það tókst þeim að leiða með einu marki í hálfleik, 10-11. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar ósáttur við dómarana í hálfleiknum og fékk meðal annars brottvísun er hann missti stjórn á skapi sínu. Hann hefði betur eytt orkunni í að öskra á leikmenn sína sem ætluðu augljóslega að taka þetta með vinstri hendi. Einar virðist hafa öskrað vel í hálfleik því hans menn byrjuðu seinni hálfleik miklu betur og náðu fínu forskoti. Þá kom Davíð Svansson í mark gestanna. Hann skellti í lás, Mosfellingar komust aftur inn í leikinn og loks yfir. Davíð varði eins og berserkur og frammistaða hans skóp þennan sigur hjá gestunum sem voru vel að sigrinum komnir. Leikurinn var nokkuð harður en Framarar máttu búast við því. Það var tekið fast á þeim og þeir voru ekki tilbúnir í að slást á móti. Mosfellingar voru gríðarlega baráttuglaðir og misstu aldrei móðinn. Mikill karakter þar en karakterleysið einkenndi leik Framara í síðari hálfleik þegar gaf á bátinn. Sóknarleikur þeirra þá var tilviljanakenndur og ekkert nema illa úthugsuð einstaklingsframtök. Það var engin liðsheild og enginn leiðtogi. Með hreinum ólíkindum að þeir skildu ekki nýta sér frábæra markvörslu Magnúsar betur en 20 skoruð mörk segir allt sem segja þarf um lélegan sóknarleik þeirra.Reynir: Davíð var frábær "Þessi sigur var mjög sætur. Ekki bara af því ég var að spila gegn gamla liðinu mínu heldur af því að veturinn er búinn að vera mikil brekka. Því gefur það liðinu mjög mikið að fá sigur á þetta erfiðum útivelli," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, en hann þjálfaði lið Fram í fyrra. Hann glotti því eðlilega við tönn eftir leik í kvöld. "Mér fannst við alltaf hafa trú á verkefninu og héldum ró okkar þó svo við lentum í erfiðri stöðu í síðari hálfleik. Við þorðum að sækja sigurinn en fórum ekki á taugum. Við vorum virkilega flottir í síðari hálfleik." Varamarkvörðurinn Davíð Svansson á ansi stóran þátt í sigrinum með ótrúlegri markvörslu í síðari hálfleik. Reynir var að vonum ánægður með hann. "Hann var algjörlega frábær og varð mjög erfiða bolta. Það var líka sterk vörn fyrir framan hann og liðsheildin alveg frábær í þessum leik. Það eiga allir hrós skilið eftir þennan leik."Einar: Þeir unnu boxið Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ákaflega ósáttur eftir leik. Bæði út í dómara leiksins sem og strákana sína. "Við höfðum ekki karakterinn til þess að taka þátt í þessum slagsmálum. Þessi leikur var ekki baráttuleikur heldur box. Þetta var ekki handboltaleikur. Það er ansi langt frá því. Það voru of fáir hjá okkur tilbúnir í þannig leik," sagði Einar hundfúll. "Afturelding lamdi okkur út úr leiknum og við vorum ekki menn til þess að mæta þeim. Það er miður. Við mættum þeim ekki af karlmennsku. Þetta var verðskuldað hjá Aftureldingu. Þeir unnu boxið." Einar var einnig afar ósáttur við dómara leiksins en hann vildi samt ekki kenna þeim um tapið. "Dómararnir voru skelfilegir í dag. Við töpum þessu samt sjálfir." Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Afturelding vann afar óvæntan 20-23 sigur á Fram er liðin mættust í Safamýri í kvöld. Davíð Svansson markvörður var hetja þeirra. Framarar byrjuðu leikinn betur og náði fljótt frumkvæðinu þökk sé Magnúsi Erlendssyni markverði sem varði nánast allt sem á markið kom. Sóknarleikur Framara var þó ekki nógu beittur og baráttuglaðir Mosfellingar klóruðu sig hægt og bítandi inn í leikinn og náðu að lokum forskoti. Þeir fóru þó fáranlega illa að ráði sínu með því að láta reka sig út af sex sinnum í hálfleiknum. Þrátt fyrir það tókst þeim að leiða með einu marki í hálfleik, 10-11. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar ósáttur við dómarana í hálfleiknum og fékk meðal annars brottvísun er hann missti stjórn á skapi sínu. Hann hefði betur eytt orkunni í að öskra á leikmenn sína sem ætluðu augljóslega að taka þetta með vinstri hendi. Einar virðist hafa öskrað vel í hálfleik því hans menn byrjuðu seinni hálfleik miklu betur og náðu fínu forskoti. Þá kom Davíð Svansson í mark gestanna. Hann skellti í lás, Mosfellingar komust aftur inn í leikinn og loks yfir. Davíð varði eins og berserkur og frammistaða hans skóp þennan sigur hjá gestunum sem voru vel að sigrinum komnir. Leikurinn var nokkuð harður en Framarar máttu búast við því. Það var tekið fast á þeim og þeir voru ekki tilbúnir í að slást á móti. Mosfellingar voru gríðarlega baráttuglaðir og misstu aldrei móðinn. Mikill karakter þar en karakterleysið einkenndi leik Framara í síðari hálfleik þegar gaf á bátinn. Sóknarleikur þeirra þá var tilviljanakenndur og ekkert nema illa úthugsuð einstaklingsframtök. Það var engin liðsheild og enginn leiðtogi. Með hreinum ólíkindum að þeir skildu ekki nýta sér frábæra markvörslu Magnúsar betur en 20 skoruð mörk segir allt sem segja þarf um lélegan sóknarleik þeirra.Reynir: Davíð var frábær "Þessi sigur var mjög sætur. Ekki bara af því ég var að spila gegn gamla liðinu mínu heldur af því að veturinn er búinn að vera mikil brekka. Því gefur það liðinu mjög mikið að fá sigur á þetta erfiðum útivelli," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, en hann þjálfaði lið Fram í fyrra. Hann glotti því eðlilega við tönn eftir leik í kvöld. "Mér fannst við alltaf hafa trú á verkefninu og héldum ró okkar þó svo við lentum í erfiðri stöðu í síðari hálfleik. Við þorðum að sækja sigurinn en fórum ekki á taugum. Við vorum virkilega flottir í síðari hálfleik." Varamarkvörðurinn Davíð Svansson á ansi stóran þátt í sigrinum með ótrúlegri markvörslu í síðari hálfleik. Reynir var að vonum ánægður með hann. "Hann var algjörlega frábær og varð mjög erfiða bolta. Það var líka sterk vörn fyrir framan hann og liðsheildin alveg frábær í þessum leik. Það eiga allir hrós skilið eftir þennan leik."Einar: Þeir unnu boxið Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ákaflega ósáttur eftir leik. Bæði út í dómara leiksins sem og strákana sína. "Við höfðum ekki karakterinn til þess að taka þátt í þessum slagsmálum. Þessi leikur var ekki baráttuleikur heldur box. Þetta var ekki handboltaleikur. Það er ansi langt frá því. Það voru of fáir hjá okkur tilbúnir í þannig leik," sagði Einar hundfúll. "Afturelding lamdi okkur út úr leiknum og við vorum ekki menn til þess að mæta þeim. Það er miður. Við mættum þeim ekki af karlmennsku. Þetta var verðskuldað hjá Aftureldingu. Þeir unnu boxið." Einar var einnig afar ósáttur við dómara leiksins en hann vildi samt ekki kenna þeim um tapið. "Dómararnir voru skelfilegir í dag. Við töpum þessu samt sjálfir."
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira