Sport

Endurkoman gengur hægt hjá Thorpe

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ian Thorpe á blaðamannafundi eftir mótið um helgina.
Ian Thorpe á blaðamannafundi eftir mótið um helgina. Mynd. / Getty Images
Ástralski sundkappinn Ian Thorpe fer hægt af stað í endurkomu sinni inn í sundheiminn, en Thorpe hætti sundiðkun um tíma.

Thorpe lenti í 26. sæti í bringusundi á móti í Japan um helgina, en hann kom í mark um tveimur sekúndum á eftir Takeshi Matsuda sem varð fyrstur.

„Þessi vika hefur verið erfið en ég hafði samt haft gott af keppninni," sagði Thorpe.

„Ég vildi að enginn hefði séð mig keppa um helgina en það er erfitt að fela sig. Ég er mjög ánægður hvar ég er staddur í ferlinu og á aðeins eftir að bæta mig".

Thorpe hefur fimm sinnum unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum á ferlinum en hætti óvænt keppni í sundi árið 2006, aðeins 24 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×