Sport

Allir Íslandsmeistararnir á ÍM í sundi í 25 metra laug

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Anton
Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug lauk í Laugardalshöllinni í dag en það voru tvö Íslandsmet sett á lokadeginum. Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi bætti Íslandsmetið í 200 metra baksundi og Skagastúlkan Inga Elín Cryer setti Íslandsmet í 400 metra skriðsundi.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá sem urðu Íslandsmeistarar á mótinu í ár en keppni fór fram á fimmtudegi til sunnudags.

Íslandsmeistarar á lokadeginum:

50 metra skriðsund kvenna - Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR  [25.00 sekúndur]

50 metra skriðsund karla - Orri Freyr Gudmundsson, SH [23.39 sekúndur]

200 Fjórsund kvenna - Jóhanna Júlíusdóttir, ÍRB [2:20.29 mínútur]

200 Fjórsund karla - Anton Sveinn McKee, Ægi [2:03.46 mínútur]

50 metra bringusund kvenna - Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR  [32.08 sekúndur]

50 metra bringusund karla - Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi [28.27 sekúndur]

400 metra skriðsund kvenna - Inga Elín Cryer, ÍA [4:15.09 mínútur, Íslandsmet]

400 metra skriðsund karla - Anton Sveinn McKee, Ægi [4:00.88 mínútur]

100 metra flugsund kvenna - Bryndís Rún Hansen, BERG [1:01.31 mínúta]

100 metra flugsund karla - Ágúst Júlíusson, ÍA  [54.76 sekúndur]

200 metra baksund kvenna - Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi [2:08.00 mínútur, Íslandsmet]

200 metra baksund karla  - Kolbeinn Hrafnkelsson, SH [2:03.74 mínútur]

Íslandsmeistarar á laugardegi:

400 Fjórsund kvenna - Salome Jónsdóttir, ÍA [4:53.57 mínútur]

400 Fjórsund karla - Daniel Hannes Pálsson, Fjölni [4:41.51 mínútur]

100 metra baksund kvenna - Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi [59.81 sekúndur, Íslandsmet]

100 metra baksund karla  - Kolbeinn Hrafnkelsson, SH [56.75 sekúndur]

100 metra bringusund kvenna - Karen Sif Vilhjálmsdóttir, SH [1:11.10 mínútur]

100 metra bringusund karla - Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi [1:00.76 mínútur]

50 metra flugsund kvenna - Bryndís Rún Hansen, BERG [27.04 sekúndur, Íslandsmet]   

50 metra flugsund karla - Ágúst Júlíusson , ÍA [25.22 sekúndur]

200 metra skriðsund kvenna - Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi [2:00.25 mínútur, stúlknamet]

200 metra skriðsund karla - Anton Sveinn McKee, Ægi [1:50.93 mínútur]   

Íslandsmeistarar á föstudegi:

100 Fjórsund kvenna - Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR [1:01.72 mínútur, Íslandsmet]

100 Fjórsund karla - Kristinn Þórarinsson, Fjölni [58.77 sekúndur]

100 metra skriðsund kvenna - Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH [56.06 sekúndur]

100 metra skriðsund karla - Orri Freyr Gudmundsson, SH [51.02 sekúndur]

200 metra flugsund kvenna - Inga Elín Cryer, ÍA [2:16.72 mínútur, Íslandsmet]   

200 metra flugsund karla - Jón Þór Hallgrímsson, ÍA [2:06.36 mínútur]     

200 metra bringusund kvenna - Karen Sif Vilhjálmsdóttir, SH [2:35.50 mínútur]

200 metra bringusund karla - Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi [2:12.42 mínútur]

50 metra baksund kvenna - Ingibjörg Kristín Jóndóttir, SH [27.91 sekúndur, Íslandsmet]

50 metra baksund karla - Kolbeinn Hrafnkelsson, SH [26.88 sekúndur]

Íslandsmeistarar á fimmtudegi:

800 metra skriðsund kvenna - Inga Elín Cryer, ÍA [8:46.42 mínútur, Íslandsmet]

1500 metra skriðsund karla - Anton Sveinn McKee, Ægi [15:33.20 mínútur, Íslandsmet]




Fleiri fréttir

Sjá meira


×