Sport

Metaregn á ÍM í sundi í Laugardalslauginni - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Anton
Það var nóg af Íslandsmetum og aldursflokkametum á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fór fram í Laugardalslauginni um helgina. Alls voru sett 13 Íslandsmet og 21 aldursflokkamet á mótinu.

Eygló Ósk Gústafsdóttir í Ægi var stjarna mótsins með fjögur íslandsmet og níu stúlknamet en Inga Elín Cryer setti þrjú Íslandsmet.

Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, kíkti við á mótinu og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.



Íslandsmetin á ÍM um helgina:

Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi

200 metra baksund - 2:08.00 mínútur

200 metra fjórsund - 2:15.22 mínútur

100 metra baksund - 59.81 sekúndur

100 metra baksund - 1:01.75 mínúta

Inga Elín Cryer, ÍA

400 metra skriðsund - 4:15.09 mínútur

200 metra flugsund - 2:16.72 mínútur

800 metra skriðsund - 8:46.42 mínútur

Ingibjörg Kristín Jóndóttir, SH

50 metra baksund 27.49 sekúndur

50 metra baksund 27.91 sekúndur

Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR

100 Fjórsund kvenna - 1:01.72 mínútur

Bryndís Rún Hansen, Bergensvømmerne

50 metra flugsund - 27.04 sekúndur

Anton Sveinn McKee, Ægi

1500 metra skriðsund - 15:33.20 mínútur

Kvennaboðsundssveit SH

4x50m fjórsund - 1:56.23 mínúta

(Ingibjörg Kristín Jóndóttir, Karen Sif Vilhjálmsdóttir, Snjólaug Tinna Hansdóttir og Bára Kristín Björgvinsdóttir)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×