Fótbolti

Stöð 2 bar sigur úr býtum á Fjölmiðlamótinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurlið Stöðvar 2. Efri röð frá vinstri: Helgi Þorsteinsson, Heimir Guðjónsson, Kristján Sigurðsson, Elísa Ingi Árnason, Hjörvar Hafliðason, Ívar Guðmundsson og Tryggvi Guðmundsson. Neðri röð frá vinstri: Heiðar Austmann, Guðmundur Benediktsson, Sölvi Snær Magnússon, Auðunn Blöndal og Reynir Elís Þorvaldsson.
Sigurlið Stöðvar 2. Efri röð frá vinstri: Helgi Þorsteinsson, Heimir Guðjónsson, Kristján Sigurðsson, Elísa Ingi Árnason, Hjörvar Hafliðason, Ívar Guðmundsson og Tryggvi Guðmundsson. Neðri röð frá vinstri: Heiðar Austmann, Guðmundur Benediktsson, Sölvi Snær Magnússon, Auðunn Blöndal og Reynir Elís Þorvaldsson.
Hið árlega Fjölmiðlamót í knattspyrnu fór fram um helgina en í þetta sinn var það lið Stöðvar 2 sem bar sigur úr býtum.

Eins og venjulega voru margir þekktir knattspyrnukappar á meðal þátttakenda. Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson var til að mynda í liði Stöðvar 2 og skoraði tvívegis í 3-0 sigri Stöðvar 2 á Símanum í framlengdum undanúrslitaleik.

Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður og fyrrum leikmaður KR og Vals, skoraði svo tvö mörk þegar að Stöð 2 hafði betur gegn Morgunblaðinu í úrslitaleik, 3-0. Elías Ingi Árnason skoraði einnig í leiknum en hann skoraði einnig í undanúrslitunum.

Hjörvar Hafliðason stóð í marki Stöðvar 2 og tók á móti bikarnum fyrir hönd liðsins. Hafði hann sjálfur á orði á Twitter-síðu sinni um helgina að hann hafi í raun verið maður mótsins.

„Vann fjölmiðamótið í fótbolta með stöð 2! Hélt hreinu síðustu þrjá leikina og var besti maður mótsins. Still the king! #kóngurinn," skrifaði hann.

Mótið var haldið í Fífunni í Kópavogi en alls mættu sjö lið til leiks - Stöð 2, Pressan.is, Skjár 1, Morgunblaðið, Fréttablaðið, Síminn og Fótbolti.net. Rúv og Fréttatíminn drógu lið sín úr keppni á síðustu stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×