Handbolti

Úrslit kvöldsins í N1-deild kvenna

Valur og Fram þurftu ekki að hafa mikið fyrir hlutunum í kvöld.
Valur og Fram þurftu ekki að hafa mikið fyrir hlutunum í kvöld.
Þrír leikir fóru fram í N1-deild kvenna í kvöld og er óhætt að segja að afar lítil spenna hafi verið í leikjum kvöldsins. Hún var reyndar engin því Valur, Fram og Stjarnan unnu leiki sína afar örugglega.

Valur er augljóslega með algjört yfirburðalið í deildinni og hefur unnið alla sex leiki sína í deildinni. Verður vart séð að Valur hreinlega tapi leik í vetur.

Fram er í öðru sæti en Stjarnan í því fjórða.

Úrslit kvöldsins:

Stjarnan-Haukar  35-22 (20-8)

Mörk Stjörnunnar: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 12, Sólveig Lára Kjærnested 5, Rut Steinsen 3, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 3, Guðrún Hrefna Guðjónsdóttir 3, Helena Örvarsdóttir 3, Hildur Harðardóttir 2, María Karlsdóttir 2, Sandra Sigurjónsdóttir 1, Birna Blöndal 1.

Mörk Hauka: Ásta Björk Agnarsdóttir 5, Viktoría Valdimarsdóttir 4, Karen Helga Sigurjónsdóttir 3, Herdís Hallsdóttir 3, Marija Gedroit 2, Ásthildur Friðgeirsdóttir 2, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Erla Eiríksdóttir 1.

Valur-FH  33-16 (18-6)

Mörk Vals: Anna Úrsula Guðmundsdóttir 9, Þorgerður Anna Atladóttir 7, Dagný Skúladóttir 5, Ágústa Edda Björnsdóttir 5, Arndís María Erlingsdóttir 2, Kristín Guðmundsdóttir 2, Karólína Gunnarsdóttir 1, Nataly Sæunn Valencia 1, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 1.

Mörk FH: Ingibjörg Pálmadóttir 10, Hind Hannesdóttir 2, Indíana Jóhannsdóttir 1, Steinunn Snorradóttir 1, Birna Íris Helgadóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1.

Grótta-Fram  21-34 (9-17)

Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 5, Sigrún Birna Arnardóttir 4, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 3, Unnur Ómarsdóttir 3, Elín Helga Jónsdóttir 2, Tinna Laxdal Gautadóttir 2, Steinunn Kristín Jóhannsdóttir 1, Eva Björk Davíðsdóttir 1.

Mörk Fram: Ásta Birna Gunnarsdóttir 10, Elísabet Gunnarsdóttir 6, Sunna Jónsdóttir 5, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Stella Sigurðardóttir 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 1, Hekla Rún Ámundadóttir 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×