Sport

Fjölmörg met féllu á Extra-Stórmóti SH

Eygló Ósk Gústafsdóttir
Eygló Ósk Gústafsdóttir Mynd/Valli
Lokahluti Extra-Stórmóts SH fór fram um helgina, en alls kepptu 300 keppendur frá 13 sundfélögum í Ásvallarlauginni í Hafnarfirði.

Fjölmörg met féllu á mótinu um helgina, en í gær bætti Ingibjörg Kristín Jónsdóttir (SH) sitt eigið met í 50 m. baksundi um 0,33 sekúndum en hún kom í mark á tímanum 0.28,11 sekúndum .

Eygló Ósk Gústafsdóttir (Ægir) bætti einnig eigið met í 100m baksundi um 0,21 sekúndur þegar hún kom í mark á tímanum 1.01,92.

Jón Margeir Sverrisson (Fjölnir) setti IPC heimsmet í1500m skriðsundi á tímanum 16.47,98, en Jón er einn af okkar allra fremstu sundmönnum fatlaðra.

Eygló Ósk Gústafsdóttir (Ægir) var síðan aftur á ferðinni í dag þegar hún bætti eigið Íslandsmet í 200m baksundi um 0,55 sekúndur en hún synti á tímanum 2.11,29 sekúndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×