Íslenski boltinn

Willum ráðinn þjálfari Leiknis

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson hefur verið ráðinn þjálfari Leiknis í 1. deildinni en það var staðfest á blaðamannafundi nú rétt í þessu. Willum þjálfaði síðast lið Keflavíkur í Pepsi-deild karla en hefur nú skrifað undir tveggja ára samning við Breiðhyltinga.

Willum á langan feril að baki, bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann gerði bæði KR og Val að Íslandsmeisturum en hefur þar að auki þjálfað lið Hauka, Þróttar og Keflavíkur sem fyrr segir. Keflavík bjargaði sér í haust frá falli í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.

Sigursteinn Gíslason var þjálfari Leiknis í upphafi tímabilsins en skipt var um þjálfara um mitt sumar. Zoran Miljkovic tók við og undir hans stjórn bjargaði Leiknir sér frá falli á ævintýralegan máta í lokaumferð 1. deildarinnar í sumar.

Nánar verður rætt við Willum síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×