Umfjöllun: Haukasigur í háspennuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2011 19:58 Haukar fögnuðu í kvöld. Mynd/Valli Línumaðurinn Heimir Óli Heimisson og markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson tryggðu Haukum nauman sigur á Akureyri, 23-22, í N1-deild karla. Heimir Óli skoraði sigurmarkið þegar skammt var eftir og Birkir Ívar varði svo frá Bjarna Fritzsyni í lokasókn leiksins. Sá síðarnefndi átti ótrúlegan leik í marki Hauka og varði 21 skot, þar af fjögur víti. Fyrri hálfleikur var að mestu eign Hauka og gátu gestirnir þakkað Sveinbirni Péturssyni, markverði sínum, að Haukar náðu hreinlega ekki að stinga af. Varnarleikur gestanna var flatur og mistök voru gerð í sókninni. Þetta lagaðist þó á síðustu tíu mínútunum og með öflugri frammistöðu á báðum endum vallarins náðu Akureyringar að koma sér aftur inn í leikinn og minnka muninn í aðeins eitt mark áður en flautað var leikhlés. Haukar náðu aftur fjögurra marka forystu í seinni hálfleik en aftur náðu þeir ekki að halda það út. Leikmenn gerðu sig seka um einstaklingsmistök í sókninni og létu svo reka sig út af í vörninni. Um miðbik seinni hálfleiksins munaði litlu að upp úr syði. Haukar fengu þrjár tveggja mínútna brottvísanir á rúmri mínútu og Akureyringum dæmt víti þar að auki. En í stað þess að nýta sér þessa miklu yfirtölu varði Birkir Ívar vítið og þremur færri náðu Haukar að skora ótrúlegt mark. Þessu fylgdu þeir svo eftir stuttu síðar með marki úr hraðaupphlaupi og mátti þá sjá að leikurinn myndi spilast þeim í hag. Þó svo að Akureyringar hafi aftur náð að jafna metin þegar skammt var til leiksloka áttu heimamenn síðasta orðið og fögnuðu sigrinum. Bæði lið eru með unga leikmenn og sést það best á því að lítill stöðugleiki var í leik liðanna í kvöld. Haukar eru með marga öfluga leikmenn en þurfa að pússa sig betur saman, bæði í vörn og sókn, ef ekki á illa að fara. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, hefur þó margoft sýnt hvað hann getur náð miklu úr sínum leikmönnum og hefur þessi góða byrjun liðsins í deildinni í haust sýnt að það býr heilmikið í Haukaliðinu. Akureyringar hafa þó tapað þremur leikjum í röð en mikil meiðsli eru í herbúðum liðsins. Alls eru fimm leikmenn frá og allir eru í langvarandi meiðslum. Heimir Örn Árnason og Hörður Fannar Sigþórsson eru lykilmenn, bæði í vörn og sókn, og þeirra er sárt saknað. Akureyringar eru þó baráttuglaðir með eindæmum og gáfust aldrei upp þrátt fyrir allt mótlætið. Það mátti litlu muna að lukkan væri á þeirra bandi í kvöld og aðeins tímaspursmál hvenær norðanmenn komast á flug á ný.Haukar - Akureyri 23 - 22 (14 - 13)Mörk Hauka (skot): Heimir Óli Heimisson 7 (8), Tjörvi Þorgeirsson 4 (6), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (9), Nemanja Malovic 3 (7), Freyr Brynjarsson 2 (3), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (4), Gylfi Gylfason 1 (3/1), Einar Pétur Pétursson (1), Sveinn Þorgeirsson (2).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21/4 (43/7, 49%).Hraðaupphlaup: 5 (Tjörvi 2, Þórður Rafn 1, Stefán Rafn 1, Gylfi 1).Fiskuð víti: 1 (Freyr 1).Utan vallar: 12 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/1 (18/2), Oddur Gretarsson 5/1 (8/4), Geir Guðmundsson 4 (7), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (5), Bergvin Þór Gíslason 2 (6/1), Heimir Örn Árnason 1 (1), Guðlaugur Arnarsson (1), Hlynur Elmar Matthíasson (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (37/1, 38%).Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 5, Geir 2, Oddur 1).Fiskuð víti: 7 (Bjarni 3, Geir 1, Guðmundur Hólmar 1, Guðlaugur 1, Hlynur Elmar 1).Utan vallar: 8 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Línumaðurinn Heimir Óli Heimisson og markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson tryggðu Haukum nauman sigur á Akureyri, 23-22, í N1-deild karla. Heimir Óli skoraði sigurmarkið þegar skammt var eftir og Birkir Ívar varði svo frá Bjarna Fritzsyni í lokasókn leiksins. Sá síðarnefndi átti ótrúlegan leik í marki Hauka og varði 21 skot, þar af fjögur víti. Fyrri hálfleikur var að mestu eign Hauka og gátu gestirnir þakkað Sveinbirni Péturssyni, markverði sínum, að Haukar náðu hreinlega ekki að stinga af. Varnarleikur gestanna var flatur og mistök voru gerð í sókninni. Þetta lagaðist þó á síðustu tíu mínútunum og með öflugri frammistöðu á báðum endum vallarins náðu Akureyringar að koma sér aftur inn í leikinn og minnka muninn í aðeins eitt mark áður en flautað var leikhlés. Haukar náðu aftur fjögurra marka forystu í seinni hálfleik en aftur náðu þeir ekki að halda það út. Leikmenn gerðu sig seka um einstaklingsmistök í sókninni og létu svo reka sig út af í vörninni. Um miðbik seinni hálfleiksins munaði litlu að upp úr syði. Haukar fengu þrjár tveggja mínútna brottvísanir á rúmri mínútu og Akureyringum dæmt víti þar að auki. En í stað þess að nýta sér þessa miklu yfirtölu varði Birkir Ívar vítið og þremur færri náðu Haukar að skora ótrúlegt mark. Þessu fylgdu þeir svo eftir stuttu síðar með marki úr hraðaupphlaupi og mátti þá sjá að leikurinn myndi spilast þeim í hag. Þó svo að Akureyringar hafi aftur náð að jafna metin þegar skammt var til leiksloka áttu heimamenn síðasta orðið og fögnuðu sigrinum. Bæði lið eru með unga leikmenn og sést það best á því að lítill stöðugleiki var í leik liðanna í kvöld. Haukar eru með marga öfluga leikmenn en þurfa að pússa sig betur saman, bæði í vörn og sókn, ef ekki á illa að fara. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, hefur þó margoft sýnt hvað hann getur náð miklu úr sínum leikmönnum og hefur þessi góða byrjun liðsins í deildinni í haust sýnt að það býr heilmikið í Haukaliðinu. Akureyringar hafa þó tapað þremur leikjum í röð en mikil meiðsli eru í herbúðum liðsins. Alls eru fimm leikmenn frá og allir eru í langvarandi meiðslum. Heimir Örn Árnason og Hörður Fannar Sigþórsson eru lykilmenn, bæði í vörn og sókn, og þeirra er sárt saknað. Akureyringar eru þó baráttuglaðir með eindæmum og gáfust aldrei upp þrátt fyrir allt mótlætið. Það mátti litlu muna að lukkan væri á þeirra bandi í kvöld og aðeins tímaspursmál hvenær norðanmenn komast á flug á ný.Haukar - Akureyri 23 - 22 (14 - 13)Mörk Hauka (skot): Heimir Óli Heimisson 7 (8), Tjörvi Þorgeirsson 4 (6), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (9), Nemanja Malovic 3 (7), Freyr Brynjarsson 2 (3), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (4), Gylfi Gylfason 1 (3/1), Einar Pétur Pétursson (1), Sveinn Þorgeirsson (2).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21/4 (43/7, 49%).Hraðaupphlaup: 5 (Tjörvi 2, Þórður Rafn 1, Stefán Rafn 1, Gylfi 1).Fiskuð víti: 1 (Freyr 1).Utan vallar: 12 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/1 (18/2), Oddur Gretarsson 5/1 (8/4), Geir Guðmundsson 4 (7), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (5), Bergvin Þór Gíslason 2 (6/1), Heimir Örn Árnason 1 (1), Guðlaugur Arnarsson (1), Hlynur Elmar Matthíasson (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (37/1, 38%).Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 5, Geir 2, Oddur 1).Fiskuð víti: 7 (Bjarni 3, Geir 1, Guðmundur Hólmar 1, Guðlaugur 1, Hlynur Elmar 1).Utan vallar: 8 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira