Umfjöllun: Haukasigur í háspennuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2011 19:58 Haukar fögnuðu í kvöld. Mynd/Valli Línumaðurinn Heimir Óli Heimisson og markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson tryggðu Haukum nauman sigur á Akureyri, 23-22, í N1-deild karla. Heimir Óli skoraði sigurmarkið þegar skammt var eftir og Birkir Ívar varði svo frá Bjarna Fritzsyni í lokasókn leiksins. Sá síðarnefndi átti ótrúlegan leik í marki Hauka og varði 21 skot, þar af fjögur víti. Fyrri hálfleikur var að mestu eign Hauka og gátu gestirnir þakkað Sveinbirni Péturssyni, markverði sínum, að Haukar náðu hreinlega ekki að stinga af. Varnarleikur gestanna var flatur og mistök voru gerð í sókninni. Þetta lagaðist þó á síðustu tíu mínútunum og með öflugri frammistöðu á báðum endum vallarins náðu Akureyringar að koma sér aftur inn í leikinn og minnka muninn í aðeins eitt mark áður en flautað var leikhlés. Haukar náðu aftur fjögurra marka forystu í seinni hálfleik en aftur náðu þeir ekki að halda það út. Leikmenn gerðu sig seka um einstaklingsmistök í sókninni og létu svo reka sig út af í vörninni. Um miðbik seinni hálfleiksins munaði litlu að upp úr syði. Haukar fengu þrjár tveggja mínútna brottvísanir á rúmri mínútu og Akureyringum dæmt víti þar að auki. En í stað þess að nýta sér þessa miklu yfirtölu varði Birkir Ívar vítið og þremur færri náðu Haukar að skora ótrúlegt mark. Þessu fylgdu þeir svo eftir stuttu síðar með marki úr hraðaupphlaupi og mátti þá sjá að leikurinn myndi spilast þeim í hag. Þó svo að Akureyringar hafi aftur náð að jafna metin þegar skammt var til leiksloka áttu heimamenn síðasta orðið og fögnuðu sigrinum. Bæði lið eru með unga leikmenn og sést það best á því að lítill stöðugleiki var í leik liðanna í kvöld. Haukar eru með marga öfluga leikmenn en þurfa að pússa sig betur saman, bæði í vörn og sókn, ef ekki á illa að fara. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, hefur þó margoft sýnt hvað hann getur náð miklu úr sínum leikmönnum og hefur þessi góða byrjun liðsins í deildinni í haust sýnt að það býr heilmikið í Haukaliðinu. Akureyringar hafa þó tapað þremur leikjum í röð en mikil meiðsli eru í herbúðum liðsins. Alls eru fimm leikmenn frá og allir eru í langvarandi meiðslum. Heimir Örn Árnason og Hörður Fannar Sigþórsson eru lykilmenn, bæði í vörn og sókn, og þeirra er sárt saknað. Akureyringar eru þó baráttuglaðir með eindæmum og gáfust aldrei upp þrátt fyrir allt mótlætið. Það mátti litlu muna að lukkan væri á þeirra bandi í kvöld og aðeins tímaspursmál hvenær norðanmenn komast á flug á ný.Haukar - Akureyri 23 - 22 (14 - 13)Mörk Hauka (skot): Heimir Óli Heimisson 7 (8), Tjörvi Þorgeirsson 4 (6), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (9), Nemanja Malovic 3 (7), Freyr Brynjarsson 2 (3), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (4), Gylfi Gylfason 1 (3/1), Einar Pétur Pétursson (1), Sveinn Þorgeirsson (2).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21/4 (43/7, 49%).Hraðaupphlaup: 5 (Tjörvi 2, Þórður Rafn 1, Stefán Rafn 1, Gylfi 1).Fiskuð víti: 1 (Freyr 1).Utan vallar: 12 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/1 (18/2), Oddur Gretarsson 5/1 (8/4), Geir Guðmundsson 4 (7), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (5), Bergvin Þór Gíslason 2 (6/1), Heimir Örn Árnason 1 (1), Guðlaugur Arnarsson (1), Hlynur Elmar Matthíasson (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (37/1, 38%).Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 5, Geir 2, Oddur 1).Fiskuð víti: 7 (Bjarni 3, Geir 1, Guðmundur Hólmar 1, Guðlaugur 1, Hlynur Elmar 1).Utan vallar: 8 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Línumaðurinn Heimir Óli Heimisson og markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson tryggðu Haukum nauman sigur á Akureyri, 23-22, í N1-deild karla. Heimir Óli skoraði sigurmarkið þegar skammt var eftir og Birkir Ívar varði svo frá Bjarna Fritzsyni í lokasókn leiksins. Sá síðarnefndi átti ótrúlegan leik í marki Hauka og varði 21 skot, þar af fjögur víti. Fyrri hálfleikur var að mestu eign Hauka og gátu gestirnir þakkað Sveinbirni Péturssyni, markverði sínum, að Haukar náðu hreinlega ekki að stinga af. Varnarleikur gestanna var flatur og mistök voru gerð í sókninni. Þetta lagaðist þó á síðustu tíu mínútunum og með öflugri frammistöðu á báðum endum vallarins náðu Akureyringar að koma sér aftur inn í leikinn og minnka muninn í aðeins eitt mark áður en flautað var leikhlés. Haukar náðu aftur fjögurra marka forystu í seinni hálfleik en aftur náðu þeir ekki að halda það út. Leikmenn gerðu sig seka um einstaklingsmistök í sókninni og létu svo reka sig út af í vörninni. Um miðbik seinni hálfleiksins munaði litlu að upp úr syði. Haukar fengu þrjár tveggja mínútna brottvísanir á rúmri mínútu og Akureyringum dæmt víti þar að auki. En í stað þess að nýta sér þessa miklu yfirtölu varði Birkir Ívar vítið og þremur færri náðu Haukar að skora ótrúlegt mark. Þessu fylgdu þeir svo eftir stuttu síðar með marki úr hraðaupphlaupi og mátti þá sjá að leikurinn myndi spilast þeim í hag. Þó svo að Akureyringar hafi aftur náð að jafna metin þegar skammt var til leiksloka áttu heimamenn síðasta orðið og fögnuðu sigrinum. Bæði lið eru með unga leikmenn og sést það best á því að lítill stöðugleiki var í leik liðanna í kvöld. Haukar eru með marga öfluga leikmenn en þurfa að pússa sig betur saman, bæði í vörn og sókn, ef ekki á illa að fara. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, hefur þó margoft sýnt hvað hann getur náð miklu úr sínum leikmönnum og hefur þessi góða byrjun liðsins í deildinni í haust sýnt að það býr heilmikið í Haukaliðinu. Akureyringar hafa þó tapað þremur leikjum í röð en mikil meiðsli eru í herbúðum liðsins. Alls eru fimm leikmenn frá og allir eru í langvarandi meiðslum. Heimir Örn Árnason og Hörður Fannar Sigþórsson eru lykilmenn, bæði í vörn og sókn, og þeirra er sárt saknað. Akureyringar eru þó baráttuglaðir með eindæmum og gáfust aldrei upp þrátt fyrir allt mótlætið. Það mátti litlu muna að lukkan væri á þeirra bandi í kvöld og aðeins tímaspursmál hvenær norðanmenn komast á flug á ný.Haukar - Akureyri 23 - 22 (14 - 13)Mörk Hauka (skot): Heimir Óli Heimisson 7 (8), Tjörvi Þorgeirsson 4 (6), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (9), Nemanja Malovic 3 (7), Freyr Brynjarsson 2 (3), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (4), Gylfi Gylfason 1 (3/1), Einar Pétur Pétursson (1), Sveinn Þorgeirsson (2).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21/4 (43/7, 49%).Hraðaupphlaup: 5 (Tjörvi 2, Þórður Rafn 1, Stefán Rafn 1, Gylfi 1).Fiskuð víti: 1 (Freyr 1).Utan vallar: 12 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/1 (18/2), Oddur Gretarsson 5/1 (8/4), Geir Guðmundsson 4 (7), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (5), Bergvin Þór Gíslason 2 (6/1), Heimir Örn Árnason 1 (1), Guðlaugur Arnarsson (1), Hlynur Elmar Matthíasson (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (37/1, 38%).Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 5, Geir 2, Oddur 1).Fiskuð víti: 7 (Bjarni 3, Geir 1, Guðmundur Hólmar 1, Guðlaugur 1, Hlynur Elmar 1).Utan vallar: 8 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira