„Það var ekki mikill munur á liðunum en nægilega mikill til að tapa leiknum og það er ég drullusvekktur með,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn.
Þór Þórlákshöfn tapaði fyrir Íslandsmeisturunum í KR, 90-84, í DHL-höllinni í kvöld.
„Þetta var mjög jafn leikur en slæmur kafli í öðrum leikhluta hleypti þeim of langt frá okkur. Mér fannst við vera sjálfum okkur verstir oft á tíðum í kvöld og það gengur ekki á móti liði eins og KR“.
Körfubolti