Hnefaleikakappinn Chad Dawson vann í nótt Bernard Hopkins, en sá síðarnefndi var áður heimsmeistari WBC keppninnar.
Hopkins er 46 ára og var elsti keppandinn í sögunni til að verða heimsmeistari en hann tapaði beltinu í Los Angeles í nótt.
Bardaginn var ekki langur í nótt og vann Dawson á tæknilegu rothöggi í annarri lotu. Hopkins var allt annað en sáttur við niðurstöðu dómarans að bardaganum loknum.
Hopkins hefur unnið 52 bardaga á ferlinum og tapað sex en líklegt er að hann leggi skóna á hilluna eftir bardagann í nótt.
Chad Dawson er 17 árum yngri en Hopkins og hefur unnið 33 bardaga á ferlinum, en aðeins tapað einum.
Dawson rotaði hinn 46 ára Hopkins
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið





„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn



Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn
