Fótbolti

Mancini: Manchester City getur unnið riðilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City.
Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, ætlar liði sínu ekki bara að komast áfram í Meistaradeildinni þrátt fyrir slaka byrjun því ítalski stjórinn hefur sett stefnuna á það að vinna riðilinn. City mætir spænska liðinu Villarreal á heimavelli í kvöld.

„Við verðum vissulega að taka mið af úrslitunum í leik Bayern München og Napoli en við náum okkar fyrsti sigri þá eigum við ennþá möguleika á því að vinna riðilinn," sagði Roberto Mancini.

Manchester City er aðeins með eitt stig eftir tvær umferðir en liðið gerði 1-1 jafntefli við Napoli á heimavelli og tapaði síðan 0-2 fyrir Bayern í München. Félagið bíður því enn eftir fyrsta sigri sínum í Meistaradeildinni en heima fyrir situr liðið í toppsætinu.

„Það eru enn fullt af leikjum eftir í riðlinum og við gætum komist í sextán liða úrslitin með því að ná í tíu stig. Það er samt mikilvægast að vinna í kvöld. Allir leikmenn liðsins gera sér grein fyrir því og þeir eru nógu þroskaðir til að ráða við þetta verkefni," sagði Mancini.

Bayern München hefur fullt hús í riðlinum og Napoli er með þremur stigum meira en City eftir að ítalska liðið vann 2-0 heimasigur á Villarreal í síðustu umferð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×