Íslenski boltinn

Hafsteinn Briem samdi við Val

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hafsteinn í leik með HK.
Hafsteinn í leik með HK.
Miðvallarleikmaðurinn Hafsteinn Briem gekk í dag í raðir Vals frá HK og samdi hann við Valsmenn til næstu þriggja ára. Hann er 21 árs gamall en hefur þó verið lykilmaður í liði HK undanfarin þrjú ár. Þetta kemur fram á mbl.is.

Alls á hann að baki 66 leiki í deild og bikar með HK sem lék síðast í efstu deild árið 2008. Liðið féll í 2. deildina nú í haust en Hafsteinn lék alls 22 leiki í sumar og skoraði í þeim þrjú mörk.

Hafsteinn á leiki að baki með U-17 og U-19 landsliðum Íslands og kemur til við að styrkja miðjuspil Vals í sumar en liðið hefur misst Sigurbjörn Hreiðarsson til Hauka auk þess sem að Guðjón Pétur Lýðsson er nú í láni hjá Helsingborg í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×