Geir um úrskurðinn: Þetta er áfangasigur 3. október 2011 16:40 Geir H. Haarde á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Geir H. Haarde segir frávísun Landsdóms á tveimur fyrstu ákæruliðunum áfangasigur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrrverandi forsætisráðherranum. Þar segir Geir: „Ég lít á það sem áfangasigur því um er að ræða tvo veigamestu ákæruliðina og jafnframt þyngstu sakargiftirnar.“ Geir segir það viss vonbrigði að málinu hafi ekki verið vísað frá í heild sinni eins og hann hafði vonast til. Hér fyrir neðan er hægt að lesa tilkynningu Geirs í heild sinni: Landsdómur hefur úrskurðað að máli Alþingis gegn mér skuli vísað frá að hluta. Ég lít á það sem áfangasigur því um er að ræða tvo veigamestu ákæruliðina og jafnframt þyngstu sakargiftirnar. Ég og lögmaður minn höfðum á hinn bóginn talið tilefni til að vísa málinu frá í heild og að því leyti veldur niðurstaðan vonbrigðum. Það var að mínum dómi nauðsynlegt að kalla fram með frávísunarkröfu ákvörðun dómsins um það hvort málsmeðferð í þesu máli hafi uppfyllt skilyrði laga. Það var nauðsynlegt m.t.t. þess hvernig staðið verður að meðferð mála sem þessara í framtíðinni. Nú blasir við að málið fer til efnismeðferðar sem hefst væntanlega eftir áramót. Eftir standa fjórir ákæruliðir og er ég þess albúinn að sýna fram á sakleysi mitt hvað þá varðar við meðferð málsins. Ég verð þá loks yfirheyrður fyrir dómi ásamt tugum annarra einstaklinga sem málinu tengjast. Vonandi gengur þá greiðlega að leiða hið sanna í ljós í málinu. Ég ber sem fyrr fullt traust til réttarkerfisins í landinu. Landsdómur Tengdar fréttir Landsdómur tekur fyrir kröfu Geirs um frávísun Landsdómur tekur fyrir kröfu Geirs H. Haarde um að ákæru Alþingis gegn honum verði vísað frá í dag. Óvíst er hvort niðurstaða fæst að fundinum loknum. 3. október 2011 12:00 Tveimur fyrstu ákæruliðunum vísað frá Landsdómi Tveimur ákæruliðum gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var vísað frá af Landsdómi í dag. 3. október 2011 16:06 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Geir H. Haarde segir frávísun Landsdóms á tveimur fyrstu ákæruliðunum áfangasigur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrrverandi forsætisráðherranum. Þar segir Geir: „Ég lít á það sem áfangasigur því um er að ræða tvo veigamestu ákæruliðina og jafnframt þyngstu sakargiftirnar.“ Geir segir það viss vonbrigði að málinu hafi ekki verið vísað frá í heild sinni eins og hann hafði vonast til. Hér fyrir neðan er hægt að lesa tilkynningu Geirs í heild sinni: Landsdómur hefur úrskurðað að máli Alþingis gegn mér skuli vísað frá að hluta. Ég lít á það sem áfangasigur því um er að ræða tvo veigamestu ákæruliðina og jafnframt þyngstu sakargiftirnar. Ég og lögmaður minn höfðum á hinn bóginn talið tilefni til að vísa málinu frá í heild og að því leyti veldur niðurstaðan vonbrigðum. Það var að mínum dómi nauðsynlegt að kalla fram með frávísunarkröfu ákvörðun dómsins um það hvort málsmeðferð í þesu máli hafi uppfyllt skilyrði laga. Það var nauðsynlegt m.t.t. þess hvernig staðið verður að meðferð mála sem þessara í framtíðinni. Nú blasir við að málið fer til efnismeðferðar sem hefst væntanlega eftir áramót. Eftir standa fjórir ákæruliðir og er ég þess albúinn að sýna fram á sakleysi mitt hvað þá varðar við meðferð málsins. Ég verð þá loks yfirheyrður fyrir dómi ásamt tugum annarra einstaklinga sem málinu tengjast. Vonandi gengur þá greiðlega að leiða hið sanna í ljós í málinu. Ég ber sem fyrr fullt traust til réttarkerfisins í landinu.
Landsdómur Tengdar fréttir Landsdómur tekur fyrir kröfu Geirs um frávísun Landsdómur tekur fyrir kröfu Geirs H. Haarde um að ákæru Alþingis gegn honum verði vísað frá í dag. Óvíst er hvort niðurstaða fæst að fundinum loknum. 3. október 2011 12:00 Tveimur fyrstu ákæruliðunum vísað frá Landsdómi Tveimur ákæruliðum gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var vísað frá af Landsdómi í dag. 3. október 2011 16:06 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Landsdómur tekur fyrir kröfu Geirs um frávísun Landsdómur tekur fyrir kröfu Geirs H. Haarde um að ákæru Alþingis gegn honum verði vísað frá í dag. Óvíst er hvort niðurstaða fæst að fundinum loknum. 3. október 2011 12:00
Tveimur fyrstu ákæruliðunum vísað frá Landsdómi Tveimur ákæruliðum gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var vísað frá af Landsdómi í dag. 3. október 2011 16:06