Umfjöllun: Oxlade-Chamberlain afgreiddi íslenska EM-drauminn útaf borðinu Óskar Ófeigur Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 6. október 2011 10:43 Jóhann Laxdal í leik með U-21 liði Íslands í síðasta mánuði. Íslenska 21 árs landsliðið er í allt annað en góðri stöðu í undankeppni EM 2013 eftir að það tapaði sínum öðrum heimaleik í röð í Laugardalnum í kvöld. Englendingar unnu þá auðveldan 3-0 sigur og strákarnir hans Stuart Pearce eru líklegir til afreka í keppninni á meðan íslenska liðið gerir líklega ekki mikið í þessari undankeppni. Arsenal-maðurinn Alex Oxlade-Chamberlain fór á kostum í Laugardalnum í kvöld og skoraði þrennu en hvað eftir annað fór hann illa með íslensku varnarmennina í kuldanum í kvöld. Íslenska liðið er ekki líklegt til að komast aftur í úrslitakeppni EM eftir að hafa náð aðeins í þrjú stig af níu mögulegum í fyrstu þremur heimaleikjum sínum í undankeppninni. Íslenska liðið hefur vissulega ekki sömu hæfileikamenn og síðast en það vantaði ekki bara getuna í íslenska liðið því það vantaði líka baráttuna og grimmdina sem er aldrei líklegt til árangurs á móti svona sterku liði. Ensku landsliðsmennirnir gátu leyft sér að haga sér eins og um létta æfingu væri að ræða. Eftir tvö mörk í upphafi leiks virtist vera sem að enska liðið skipti í hlutlausan gír og kláraði leikinn nokkuð áhyggjulaust. Íslenska liðið var nokkuð breytt frá því í leikjunum á móti Belgíu og Noregi og mátti alls ekki við því að byrja illa í þessum leik. Það var þó raunin því eftir nokkrar lofandi sóknir í upphafi leiksins reið áfallið yfir eftir aðeins rúmar tíu mínútur. Alex Oxlade-Chamberlain skoraði þá tvö mörk með stuttu millibili en rétt áður hafði hann einnig verið nálægt að sleppa í færi. Arsenal-maðurinn var því fljótur að koma auga á veiklega íslensku varnarinnar. Fyrsta markið hans Oxlade-Chamberlain kom eftir mikinn sprett í gegnum galopna vörn íslenska liðsins og það annað kom eftir að Arnar Darri Pétursson missti klaufalega frá sér fyrirgjöf Nathan Delfouneso frá vinstri. Alex Oxlade-Chamberlain fór hvað eftir annað illa með vinstri bakvörðinn Kristinn Jónsson og gladdi eflaust íslenska Arsenal-áhugamenn í stúkunni. Aron Jóhannsson var frískur í framlínunni frá fyrstu mínútu en vantaði tilfinnanlega að klára lofandi stöður upp við vítateig enska liðsins. Bitið var því ekki mikið í sóknarleik íslenska liðsins þrátt fyrir fína spretti Arons. Englendingar slökuðu á eftir mörkin sín en íslenska liðið náði aðeins að vinna sig inn í leikinn fram að hálfleik. Alex Oxlade-Chamberlain var fljótur að minna á sig í upphafi seinni hálfleiks þegar hann fór illa með íslensku vörnina og skoraði síðan með skoti á nærstöngina úr þröngu færi. Vel gert hjá Oxlade-Chamberlain en þetta var samt annað markið sem hann fékk afar ódýrt hjá Arnar Darra Péturssyni sem var afar illa staðsettur í íslenska markinu. Það gerðist annars ekki mikið í seinni hálfleiknum og hvorugt liðið var að skapa sér hættuleg færi. Enska liðið landaði sigrinum áhyggjulaust og það bíður íslenska liðsins annars erfiður leikur þegar liðin mætast í Englandi í næsta mánuði. Hér fyrir neðan má sjá Boltavakt leiksins. Íslenski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið er í allt annað en góðri stöðu í undankeppni EM 2013 eftir að það tapaði sínum öðrum heimaleik í röð í Laugardalnum í kvöld. Englendingar unnu þá auðveldan 3-0 sigur og strákarnir hans Stuart Pearce eru líklegir til afreka í keppninni á meðan íslenska liðið gerir líklega ekki mikið í þessari undankeppni. Arsenal-maðurinn Alex Oxlade-Chamberlain fór á kostum í Laugardalnum í kvöld og skoraði þrennu en hvað eftir annað fór hann illa með íslensku varnarmennina í kuldanum í kvöld. Íslenska liðið er ekki líklegt til að komast aftur í úrslitakeppni EM eftir að hafa náð aðeins í þrjú stig af níu mögulegum í fyrstu þremur heimaleikjum sínum í undankeppninni. Íslenska liðið hefur vissulega ekki sömu hæfileikamenn og síðast en það vantaði ekki bara getuna í íslenska liðið því það vantaði líka baráttuna og grimmdina sem er aldrei líklegt til árangurs á móti svona sterku liði. Ensku landsliðsmennirnir gátu leyft sér að haga sér eins og um létta æfingu væri að ræða. Eftir tvö mörk í upphafi leiks virtist vera sem að enska liðið skipti í hlutlausan gír og kláraði leikinn nokkuð áhyggjulaust. Íslenska liðið var nokkuð breytt frá því í leikjunum á móti Belgíu og Noregi og mátti alls ekki við því að byrja illa í þessum leik. Það var þó raunin því eftir nokkrar lofandi sóknir í upphafi leiksins reið áfallið yfir eftir aðeins rúmar tíu mínútur. Alex Oxlade-Chamberlain skoraði þá tvö mörk með stuttu millibili en rétt áður hafði hann einnig verið nálægt að sleppa í færi. Arsenal-maðurinn var því fljótur að koma auga á veiklega íslensku varnarinnar. Fyrsta markið hans Oxlade-Chamberlain kom eftir mikinn sprett í gegnum galopna vörn íslenska liðsins og það annað kom eftir að Arnar Darri Pétursson missti klaufalega frá sér fyrirgjöf Nathan Delfouneso frá vinstri. Alex Oxlade-Chamberlain fór hvað eftir annað illa með vinstri bakvörðinn Kristinn Jónsson og gladdi eflaust íslenska Arsenal-áhugamenn í stúkunni. Aron Jóhannsson var frískur í framlínunni frá fyrstu mínútu en vantaði tilfinnanlega að klára lofandi stöður upp við vítateig enska liðsins. Bitið var því ekki mikið í sóknarleik íslenska liðsins þrátt fyrir fína spretti Arons. Englendingar slökuðu á eftir mörkin sín en íslenska liðið náði aðeins að vinna sig inn í leikinn fram að hálfleik. Alex Oxlade-Chamberlain var fljótur að minna á sig í upphafi seinni hálfleiks þegar hann fór illa með íslensku vörnina og skoraði síðan með skoti á nærstöngina úr þröngu færi. Vel gert hjá Oxlade-Chamberlain en þetta var samt annað markið sem hann fékk afar ódýrt hjá Arnar Darra Péturssyni sem var afar illa staðsettur í íslenska markinu. Það gerðist annars ekki mikið í seinni hálfleiknum og hvorugt liðið var að skapa sér hættuleg færi. Enska liðið landaði sigrinum áhyggjulaust og það bíður íslenska liðsins annars erfiður leikur þegar liðin mætast í Englandi í næsta mánuði. Hér fyrir neðan má sjá Boltavakt leiksins.
Íslenski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira