Fótbolti

Umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic: Hann spilar í fimm ár í viðbót

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. Mynd/Nordic Photos/Getty
Umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic segir ekkert til í því að leikmaðurinn sé að fara að leggja skóna á hilluna á næstunni. Zlatan sem er þrítugur lét hafa það eftir sér á dögunum að hann hefði ekki eins gaman af fótboltanum og áður og að hann vildi hætta á meðan hann væri enn á toppnum.

„Ibra mun spila í það minnsta þar til að hann verður 35 ára gamall," sagði Mino Raiola, umboðsmaður Zlatan.

„Hann lifir fyrir fótboltann og gerir sér grein fyrir því að hann þarf að fórna ýmsu fyrir hann. Það er eðlilegt að hann hafi ekki sama kapp í sér og fyrir þremur árum. Hann var líka bara hreinskilinn þegar hann sagði að hann spili aðeins þegar hann sé hundrað prósent klár," sagði Raiola.

„Ég hef ekki áhyggjur af þessu og kannski var hann vara dálítið leiðir eftir tapið fyrir Juventus í Toríno. Slíkt svekkelsi endist bara í nokkra daga og síðan verður hann aftur upp á sitt besta," sagði Raiola.

Zlatan Ibrahimovic varð ítalskur meistari á sínu fyrsta ári með AC Milan á síðustu leiktíð og hann á enn eftir þrjú ár af samningi sínum við félagið. Raiola segir að það sé áhugi hjá bæði Zlatan Ibrahimovic og AC Milan að sænski framherjinn framlengi samninginn og klári ferillinn hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×