Golf

Birgir Leifur líklega í gegnum niðurskurðinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Daníel
Birgir Leifur Hafþórsson kemst líklega í gegnum niðurskurðinn á opna austurríska mótinu. Birgir Leifur lék annan hring mótsins á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari og er á tveimur höggum yfir pari samtals. Eins og staðan er núna dugar það Birgi Leifi í gegnum niðurskurðinn.

„Ég held að það (niðurskurðurinn) sé nær því að fara í þrjá frekar en einn,“ sagði Birgir Leifur í samtali við Vísi. Hann sagðist langt frá því að vera sáttur með spilamennsku dagsins þrátt fyrir að allt liti út fyrir að hann kæmist í gegnum niðurskurðinn.

Birgir fór á kostum á fyrsta hring mótsins í gær. Hann spilaði á þremur höggum undir pari. Honum fataðist flugið strax á fyrstu holunni í dag þar sem hann fékk skramba. Segja má að hann hafi bjargað sér í gegnum niðurskurðinn með fugli á átjándu holunni.

Reiknað er með því að þeir sem spili á tveimur höggum yfir pari eða betur komist í gegnum niðurskurðinn. Þó eiga nokkrir kylfingar eftir að ljúka keppni.

Hægt er að fylgjast með stöðunni í mótinu hér.




Tengdar fréttir

Birgir Leifur: Þetta var frábært fyrir sjálfstraustið

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG byrjaði mjög vel á Opna austurríska mótinu í golfi, sem tilheyrir Evrópumótaröðinni og hófst í Atzenbrugg í gær. Birgir lék fyrsta hringinn á 69 höggum, þremur höggum undir pari, sem skilar honum upp í 6. sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×