Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá Karl Lúðvíksson skrifar 27. september 2011 09:34 Mynd af www.lax-a.is Vel gekk í klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá um helgina en veiði lauk í báðum ám þann 24. september. Alls komu 263 laxar úr Langadalsá og sléttir 100 úr Hvannadalsánni í sumar. Í klakveiðinni í Hvannadalsá fengust 21 lax og á þessum veiðistöðum. Réttarfljót 2 laxar, Hellisfoss 10 laxar, Pallklettar 2 laxar og Stékkjarfljót 7 laxar, samtals 21 lax. Var skiptingin nokkuð jöfn í hænga og hrygnur en nokkrar mjög fallegar hrygnur fengust. Í Langadalsá var fiskur víða en þó mest framarlega í dalnum, þá Túnfljóti og Efrabólsfljóti. Einnig var nokkuð af laxi niður við þjóðvegarbrú. Dregið var í Efrabólsfljóti og teknir 22 laxar, 12 hrygnur og 10 hængar, í klak. Töluvert af laxi var eftir í hylnum þegar búið var fá það sem þurfti. Stærsti lax sem fékkst í Langadalnum var yfir 90cm en honum var sleppt aftur í ána. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði 100 sm urriði úr Þingvallavatni Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Árleg byssusýning Veiðisafnsins er um helgina Veiði Góður gangur í Fnjóská Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Gott framboð af skemmtilegri veiði hjá veiðileyfasölum Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Bjarni Júlíusson fyrrum formaður SVFR með laxveiðispá fyrir sumarið Veiði
Vel gekk í klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá um helgina en veiði lauk í báðum ám þann 24. september. Alls komu 263 laxar úr Langadalsá og sléttir 100 úr Hvannadalsánni í sumar. Í klakveiðinni í Hvannadalsá fengust 21 lax og á þessum veiðistöðum. Réttarfljót 2 laxar, Hellisfoss 10 laxar, Pallklettar 2 laxar og Stékkjarfljót 7 laxar, samtals 21 lax. Var skiptingin nokkuð jöfn í hænga og hrygnur en nokkrar mjög fallegar hrygnur fengust. Í Langadalsá var fiskur víða en þó mest framarlega í dalnum, þá Túnfljóti og Efrabólsfljóti. Einnig var nokkuð af laxi niður við þjóðvegarbrú. Dregið var í Efrabólsfljóti og teknir 22 laxar, 12 hrygnur og 10 hængar, í klak. Töluvert af laxi var eftir í hylnum þegar búið var fá það sem þurfti. Stærsti lax sem fékkst í Langadalnum var yfir 90cm en honum var sleppt aftur í ána. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði 100 sm urriði úr Þingvallavatni Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Árleg byssusýning Veiðisafnsins er um helgina Veiði Góður gangur í Fnjóská Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Gott framboð af skemmtilegri veiði hjá veiðileyfasölum Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Bjarni Júlíusson fyrrum formaður SVFR með laxveiðispá fyrir sumarið Veiði