Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá Karl Lúðvíksson skrifar 27. september 2011 09:34 Mynd af www.lax-a.is Vel gekk í klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá um helgina en veiði lauk í báðum ám þann 24. september. Alls komu 263 laxar úr Langadalsá og sléttir 100 úr Hvannadalsánni í sumar. Í klakveiðinni í Hvannadalsá fengust 21 lax og á þessum veiðistöðum. Réttarfljót 2 laxar, Hellisfoss 10 laxar, Pallklettar 2 laxar og Stékkjarfljót 7 laxar, samtals 21 lax. Var skiptingin nokkuð jöfn í hænga og hrygnur en nokkrar mjög fallegar hrygnur fengust. Í Langadalsá var fiskur víða en þó mest framarlega í dalnum, þá Túnfljóti og Efrabólsfljóti. Einnig var nokkuð af laxi niður við þjóðvegarbrú. Dregið var í Efrabólsfljóti og teknir 22 laxar, 12 hrygnur og 10 hængar, í klak. Töluvert af laxi var eftir í hylnum þegar búið var fá það sem þurfti. Stærsti lax sem fékkst í Langadalnum var yfir 90cm en honum var sleppt aftur í ána. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði
Vel gekk í klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá um helgina en veiði lauk í báðum ám þann 24. september. Alls komu 263 laxar úr Langadalsá og sléttir 100 úr Hvannadalsánni í sumar. Í klakveiðinni í Hvannadalsá fengust 21 lax og á þessum veiðistöðum. Réttarfljót 2 laxar, Hellisfoss 10 laxar, Pallklettar 2 laxar og Stékkjarfljót 7 laxar, samtals 21 lax. Var skiptingin nokkuð jöfn í hænga og hrygnur en nokkrar mjög fallegar hrygnur fengust. Í Langadalsá var fiskur víða en þó mest framarlega í dalnum, þá Túnfljóti og Efrabólsfljóti. Einnig var nokkuð af laxi niður við þjóðvegarbrú. Dregið var í Efrabólsfljóti og teknir 22 laxar, 12 hrygnur og 10 hængar, í klak. Töluvert af laxi var eftir í hylnum þegar búið var fá það sem þurfti. Stærsti lax sem fékkst í Langadalnum var yfir 90cm en honum var sleppt aftur í ána. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði