Fótbolti

Naumur sigur Inter í Moskvu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Inter Milan vann í kvöld góðan 3-2 sigur á CSKA Moskvu á útivelli í spennandi leik í B-riðli Meistaradeildar Evrópu. Maure Zarate skoraði sigurmarkið tólf mínútum fyrir leikslok.

Inter byrjaði vel í leiknum og komst í 2-0 með mörkum frá þeim Lucio og Giampaolo Pazzini. Rússarnir svöruðu með glæsilegu marki Alan Dzagoev beint úr aukaspyrnu og Vagner Love jafnaði svo metin á 77. mínútu.

Zarate skoraði svo sigurmark Inter aðeins nokkrum sekúndum síðar og tryggði þar með Inter fyrstu stig liðsins í Meistaradeildinni í ár en Inter tapaði óvænt fyrir Trabzonspor á heimavelli í fyrstu umferðinni.

Þetta var annar sigur Inter í röð eftir að Claudio Ranieri tók við liðinu í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×