Fótbolti

Tevez: Reyni að gera mitt besta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez ræðir við Patrick Vieira eftir leikinn í kvöld.
Carlos Tevez ræðir við Patrick Vieira eftir leikinn í kvöld. Nordic Photos / AFP
Carlos Tevez sagði í raun lítið um ástæður sínar fyrir því að hafa neitað að koma inn á sem varamaður í leik Manchester City gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann ítrekaði aðeins að hann væri óánægður hjá félaginu í viðtölum við fjölmiðlamenn eftir leikinn.

Roberto Mancini hefur gefið sterklega í skyn í kvöld að Carlos Tevez muni aldrei aftur spila fyrir City á meðan hann er við stjórnvölinn.

„Það er ákvörðun Mancini,“ sagði Tevez eftir leikinn í kvöld. „Ég hef verið fagmannlegur síðasta árið. Ég var markahæsti leikmaður liðsins undanfarið ár. En ég hef greint frá þeirri skoðun minni að ég vill fara frá félaginu af fjölskylduástæðum. Ég reyni samt að gera mitt besta.“

„Við mig varðar er Tevez búinn,“ sagði Mancini. „Ég tek ekki ákvarðanir í þessum málum hjá Manchester City. Ef ég gerði það myndi Tevez aldrei spila aftur. Ég hef hjálpað Carlos undanfarin tvö ár en get ekki sætt mig við þessa hegðun.“


Tengdar fréttir

Carlos Tevez neitaði að koma inn á

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, staðfesti eftir leik liðsins gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld að Carlos Tevez hafi neitað að koma inn á sem varamaður í leiknum. Það er ólíklegt að hann spili aftur fyrir City úr þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×