„Þeir voru grimmari en við í fyrri hálfleiknum en við komum síðan sterkir til baka í þeim síðari,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld.
Valur vann flottan sigur á Aftureldingu, 25-20, í annari umferð N1- deild karla í handknattleik og eru með þrjú stig eftir tvær umferðir.
„Hlynur (Morthens) var frábær í kvöld og sóknarleikur okkar varð betri eftir því sem leið á leikinn".
„Það var mun meiri léttleiki yfir leik okkar í síðari hálfleiknum, en menn voru bara ekki með í byrjun. Við þurftum að dreifa álaginu mikið í kvöld og ungu strákarnir stóðu sig virkilega vel í kvöld“.
Óskar Bjarni: Fórum í gang í seinni hálfleik
Stefán Árni Pálsson í Vodafone-höllinni skrifar