Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar: Viljum sýna Íslendingum góðan leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands, reiknar með hörkuleik gegn Noregi á Laugardalsvellinum í dag.

Leikurinn er liður í undankeppni EM 2013 og hefst klukkan 16.00. Noregur er stórveldi í kvennaboltanum og helsti keppinautur Íslands um sæti í úrslitakeppni EM.

Ísland náði frábærum árangri á Algarve-mótinu í vetur þar sem liðið komst alla leið í úrslitaleikinn.

„Ég vona að við náum að nýta okkur þann meðbyr í þessum leik. Það gekk mjög vel á Algarve þar sem við unnum margar sterkar þjóðir og stelpurnar öðluðust mikla reynslu á því að spila til úrslita á mótinu.“

„Við vitum að við erum nú að mæta mjög sterku liði og því getur þetta farið á hvorn veginn sem er. Vonandi fáum við góðan stuðning áhorfenda og væri þá gaman að geta sýnt Íslendingum góðan leik.“

Sigurður Ragnar tjáir sig einnig um norska landsliðið en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×