Ekki vanur að sitja í réttarsal en það venst Erla Hlynsdóttir skrifar 5. september 2011 18:37 Ákæra á hendur Geir Haarde er stórkostlega vanreifuð, sakborningur hefur enn ekki fengið að sjá öll málsgögn og saksóknari Alþingis er vanhæfur í málinu. Þetta er meðal þess sem verjandi Geirs sagði í morgun þegar frávísunarkrafa hans var tekin fyrir. Geir virtist afslappaður þegar hann mætti fyrir Landsdóm í morgun. Fjöldi fólks var viðstaddur málflutninginn í Þjóðmenningarhúsinu til að sýna Geir stuðning, þeirra á meðal eiginkona Geirs, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.Hvernig tilfinning var það að sitja hér í réttarsalnum í morgun? „Ég er ekkert vanur því að sitja í réttarsal en það venst," sagði Geir í morgun. Stemningin í Landsdómi er þó önnur en í venjulegum dómsal, þó ekki sé nema fyrir þá staðreynd að dómendurnir eru fimmtán talsins. Geir er gefið að sök að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu í aðdraganda hrunsins. Refsing við brotunum getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Verjanda Geirs og saksóknara Alþingis greinir á um flest er tengist málinu. Þau eru ekki einu sinni sammála um hvenær formleg ákæra var gefin út.Af hverju þessi mistúlkun? „Það er kannski ekki mistúlkun hjá mér, í þeim skilningi, mér finnst bara fyrst og fremst vera mistúlkun milli hennar og landsdóms, það er að segja, það virðist ekki vera algjörlega á hreinu hvenær hin raunverulega ákæra á sér stað," sagði Andri Árnason, verjandi Geirs. Andri gagnrýnir einnig að Geir hafi enn ekki verið yfirheyrður en Sigríður segir að Andra hafi verið frjálst að óska eftir skýrslutöku. Andri segir sig hafa skort gögn til að hafa forsendur til að leggja fram slíka kröfu. „Ég bara beið eins og aðrir eftir því að fá þau gögn sem saksóknari var með. Ég hafði ekki séð þessi gögn, nema að litlu leyti, þannig að það er auðvitað mjög óeðlilegt að við hefðu getað tekið einhverja afstöðu til þess hvernig rannsaka ætti málið áður en við fengum gögn málsins, þannig að ég hafna því út af fyrir sig alveg," sagði Árni. Geir mætti í dómsal í morgun, þrátt fyrir að þegar um frávísunarkröfu er að ræða ber sakborningi engin skylda til að vera viðstaddur. „Ég ákvað að mæta, bæði til að sýna réttinum virðingu og líka svona til að læra svolítið meira inn á þetta og hlýða á málflutninginn sem mér fannst mjög fróðlegur," sagði Geir í samtali við fréttastofu í morgun. Landsdómur hefur fjórar vikur til að taka afstöðu til frávísunarkröfunnar og bíður Geir rólegur eftir niðurstöðunni. „Ég er að eðlisfari mjög bjartsýnn maður en í svona máli sko þá verður maður að passa sig á bjartsýninni," sagði Geir að lokum. Landsdómur Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Ákæra á hendur Geir Haarde er stórkostlega vanreifuð, sakborningur hefur enn ekki fengið að sjá öll málsgögn og saksóknari Alþingis er vanhæfur í málinu. Þetta er meðal þess sem verjandi Geirs sagði í morgun þegar frávísunarkrafa hans var tekin fyrir. Geir virtist afslappaður þegar hann mætti fyrir Landsdóm í morgun. Fjöldi fólks var viðstaddur málflutninginn í Þjóðmenningarhúsinu til að sýna Geir stuðning, þeirra á meðal eiginkona Geirs, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.Hvernig tilfinning var það að sitja hér í réttarsalnum í morgun? „Ég er ekkert vanur því að sitja í réttarsal en það venst," sagði Geir í morgun. Stemningin í Landsdómi er þó önnur en í venjulegum dómsal, þó ekki sé nema fyrir þá staðreynd að dómendurnir eru fimmtán talsins. Geir er gefið að sök að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu í aðdraganda hrunsins. Refsing við brotunum getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Verjanda Geirs og saksóknara Alþingis greinir á um flest er tengist málinu. Þau eru ekki einu sinni sammála um hvenær formleg ákæra var gefin út.Af hverju þessi mistúlkun? „Það er kannski ekki mistúlkun hjá mér, í þeim skilningi, mér finnst bara fyrst og fremst vera mistúlkun milli hennar og landsdóms, það er að segja, það virðist ekki vera algjörlega á hreinu hvenær hin raunverulega ákæra á sér stað," sagði Andri Árnason, verjandi Geirs. Andri gagnrýnir einnig að Geir hafi enn ekki verið yfirheyrður en Sigríður segir að Andra hafi verið frjálst að óska eftir skýrslutöku. Andri segir sig hafa skort gögn til að hafa forsendur til að leggja fram slíka kröfu. „Ég bara beið eins og aðrir eftir því að fá þau gögn sem saksóknari var með. Ég hafði ekki séð þessi gögn, nema að litlu leyti, þannig að það er auðvitað mjög óeðlilegt að við hefðu getað tekið einhverja afstöðu til þess hvernig rannsaka ætti málið áður en við fengum gögn málsins, þannig að ég hafna því út af fyrir sig alveg," sagði Árni. Geir mætti í dómsal í morgun, þrátt fyrir að þegar um frávísunarkröfu er að ræða ber sakborningi engin skylda til að vera viðstaddur. „Ég ákvað að mæta, bæði til að sýna réttinum virðingu og líka svona til að læra svolítið meira inn á þetta og hlýða á málflutninginn sem mér fannst mjög fróðlegur," sagði Geir í samtali við fréttastofu í morgun. Landsdómur hefur fjórar vikur til að taka afstöðu til frávísunarkröfunnar og bíður Geir rólegur eftir niðurstöðunni. „Ég er að eðlisfari mjög bjartsýnn maður en í svona máli sko þá verður maður að passa sig á bjartsýninni," sagði Geir að lokum.
Landsdómur Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira