Guðni Bergs: Það á að auglýsa landsliðsþjálfarastöðuna út í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2011 16:00 Guðni Bergsson og Ryan Giggs. Mynd/Nordic Photos/Getty Guðni Bergsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins til margra ára, var gestur Heimis Karlssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann tjáði sig um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem vann langþráðan sigur þegar liðið vann Kýpur í gær. „Þessi leikur í gær og úrslitin voru mjög mikilvæg fyrir okkur og ég samgladdist Óla Jóh að ná þessum sigri. Maður hefur séð betri leiki en sigurinn var það mikilvæga," sagði Guðni á Bylgjunni. „Nú er að ég held ákveðin vatnaskil og það er mikilvægt að fara í það að finna nýjan þjálfara og vanda þar vel til verka. Það þarf að passa upp á ráðningaferlið. Það þarf að auglýsa stöðuna, fá inn hæfa umsækjendur og fara yfir þann lista í rólegheitunum og af yfirvegun. Það þarf síðan að ráða hæfasta manninn eins og menn sjá það," segir Guðni. „Við verðum að fá einhvern góðan landsliðsþjálfara. Það er fullt af góðum þjálfurum bæði hér heima og erlendis. Ég held að ráðningaferlið að kynna stöðuna og auglýsa hana út í hinum stóra heimi sé af hinu góða. Við þurfum að fá sem flesta umsækjendur því ég held að þetta sé álitlegt starf fyrir marga. Gengið hefur verið þannig að við erum neðarlega á þessum heimslista og þetta er því mjög gott tækifæri til að hífa liðið upp," segir Guðni. „Það væri gaman að sjá hverjir hefðu áhuga á þessu starfi, fara yfir ferilskrá þeirra manna bæði innlendra og erlendra. Það er líka mikilvægt að fá það upp á borðið frá þessum einstaklingum hvernig þeir sjá fyrir sér uppbygginguna á landsliðinu og fótboltanum í heild sinni.," segir Guðni sem hefur ekki áhyggjur af því að KSÍ geti ekki borgað nógu góð laun. „Ég efast ekki um að þarna komi umsækjendur sem fari fram á laun sem KSÍ ræður við. KSÍ hefur það að fjárhagurinn hefur verið góður og það eru til peningar. Þetta hefur verið vel rekið fjárhagslega en það er um að gera að nýta þessa peninga vel," segir Guðni og hann er ekki sammála Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, um að það sé ekki þörf á því að auglýsa landsliðsþjálfarastöðuna. „Ég held nú að evrópskur knattspyrnuheimur sé ekki að halda í sér andanum vitað að þessi staða sé laus. Ég held að það sé öruggara að auglýsa þessa stöðu og kynna hana þannig að allir vita af þessu sem þurfa að vita af þessu," sagði Guðni. Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Guðni Bergsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins til margra ára, var gestur Heimis Karlssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann tjáði sig um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem vann langþráðan sigur þegar liðið vann Kýpur í gær. „Þessi leikur í gær og úrslitin voru mjög mikilvæg fyrir okkur og ég samgladdist Óla Jóh að ná þessum sigri. Maður hefur séð betri leiki en sigurinn var það mikilvæga," sagði Guðni á Bylgjunni. „Nú er að ég held ákveðin vatnaskil og það er mikilvægt að fara í það að finna nýjan þjálfara og vanda þar vel til verka. Það þarf að passa upp á ráðningaferlið. Það þarf að auglýsa stöðuna, fá inn hæfa umsækjendur og fara yfir þann lista í rólegheitunum og af yfirvegun. Það þarf síðan að ráða hæfasta manninn eins og menn sjá það," segir Guðni. „Við verðum að fá einhvern góðan landsliðsþjálfara. Það er fullt af góðum þjálfurum bæði hér heima og erlendis. Ég held að ráðningaferlið að kynna stöðuna og auglýsa hana út í hinum stóra heimi sé af hinu góða. Við þurfum að fá sem flesta umsækjendur því ég held að þetta sé álitlegt starf fyrir marga. Gengið hefur verið þannig að við erum neðarlega á þessum heimslista og þetta er því mjög gott tækifæri til að hífa liðið upp," segir Guðni. „Það væri gaman að sjá hverjir hefðu áhuga á þessu starfi, fara yfir ferilskrá þeirra manna bæði innlendra og erlendra. Það er líka mikilvægt að fá það upp á borðið frá þessum einstaklingum hvernig þeir sjá fyrir sér uppbygginguna á landsliðinu og fótboltanum í heild sinni.," segir Guðni sem hefur ekki áhyggjur af því að KSÍ geti ekki borgað nógu góð laun. „Ég efast ekki um að þarna komi umsækjendur sem fari fram á laun sem KSÍ ræður við. KSÍ hefur það að fjárhagurinn hefur verið góður og það eru til peningar. Þetta hefur verið vel rekið fjárhagslega en það er um að gera að nýta þessa peninga vel," segir Guðni og hann er ekki sammála Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, um að það sé ekki þörf á því að auglýsa landsliðsþjálfarastöðuna. „Ég held nú að evrópskur knattspyrnuheimur sé ekki að halda í sér andanum vitað að þessi staða sé laus. Ég held að það sé öruggara að auglýsa þessa stöðu og kynna hana þannig að allir vita af þessu sem þurfa að vita af þessu," sagði Guðni.
Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira