Körfubolti

Haukur spilar á Spáni í vetur - verður í sömu deild og Jón Arnór

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson í leik með Maryland síðasta vetur.
Haukur Helgi Pálsson í leik með Maryland síðasta vetur. Mynd/Nordic Photos/Getty
Haukur Helgi Pálsson hefur samið við Manresa á Spáni og mun því spila í ACB-deildinni alveg eins og Jón Arnór Stefánsson sem samdi við CAI Zaragoza á dögunum. Þetta kemur fram á karfan.is

Haukur Helgi ákvað að hætta að spila með Maryland-háskólaliðinu og reyna í staðinn fyrir sér í atvinnumennskunni en mörg evrópsk félög höfðu áhuga á því að semja við íslenska landsliðsmanninn.

„Þetta er ekki rosalega stór klúbbur, færri en 100 þúsund manns búa í bænum en liðið hefur mikið af ungum leikmönnum og það freistaði. Þetta er tækifæri til að spila í ACB deildinni og mæta Jóni Arnóri,“ sagði Haukur í viðtali inn karfan.is.

Manresa er í Katalóníu ekki langt frá Barcelona. Liðið rétt slapp við fall á síðustu leiktíð eftir harða keppni við Jón Arnór Stefánsson og félaga hans í Granada.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×