„Við erum vanir að taka öll stigin hér á heimavelli, en það gekk ekki í kvöld,“ sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir jafnteflið í kvöld.
„Svona stuttu eftir leik er ég pínu svekktur, en mér fannst við fá betri færi en þeir. Stjarnan var kannski betri aðilinn þegar við skoðum leikinn í heild sinni“.
„Núna er ég mjög svekktur, en kannski á morgun verð ég nokkuð sáttur að vera enn taplausir á toppnum“.
