Stjarnan dregur kvennalið sitt í handknattleik úr keppni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2011 20:33 Hanna Guðrún er ein þeirra sem þarf að leita sér að nýju félagi. Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. Í tilkynningunni er farið yfir ástæður þess að ákvörðun sé tekin. Lögð er áhersla á að ákvörðunin sé ekki tekin í skyndi og því síður af léttum hug. Kvennalið Stjörnunnar hefur verið í fremstu röð undanfarna áratugi. Ljóst er að núverandi leikmenn liðsins þurfa að leita sér að nýjum liðum. Þar á meðal eru landsliðskonurnar Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested. Tilkynningin frá StjörnunniGarðabæ, 24. ágúst 2011FréttatilkynningHandknattleiksdeild Stjörnunnar í Garðabæ hefur að vel yfirlögðu ráði tekið ákvörðun um að draga lið meistaraflokks kvenna úr keppni í N1-deild kvenna á komandi keppnistímabili, 2011 – 2012.Lið meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni hefur verið í fremstu röð kvennaliða á Íslandi mörg undanfarin ár og unnið til fleiri titla á þessari öld en nokkurt annað kvennalið í handknattleik á Íslandi. Að auki má fullyrða að liðið hefur verið flaggskip Stjörnunnar í keppni liða á afreksstigi, óháð keppnisgreinum og fært félaginu fleiri titla en nokkurt annað lið á vegum félagsins. Því ætti að vera augljóst að ákvörðun sem þessi er ekki tekin í skyndi, né heldur með léttum huga.Nokkrar ástæður liggja að baki ákvörðuninni, bæði utanaðkomandi og innan félags. Öllum er ljóst að rekstur íþróttaliða á afreksstigi hefur verið afar þungur á undanförnum árum og erfitt að standa undir kostnaði við rekstur margra liða innan eins félags á afreksstigi. Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur þar ekki verið undanskilin og deildinni reynst afar erfitt að afla þeirra fjármuna sem nauðsynlegir eru í slíkum rekstri, sem og stuðnings við það starf sem unnið hefur verið innan deildarinnar til að viðhalda afreksstarfi. Kvennalið Stjörnunnar varð einfaldlega undir í þeim slag, þrátt fyrir frábæran árangur undanfarinna ára.Nú er svo komið að þeir aðilar sem borið hafa hita og þunga af þessu starfi eru þess ekki megnugir að halda því áfram án frekari stuðnings. Markmið sem sett voru fyrir komandi keppnistímabil og virtust innan seilingar í sumar munu ekki ganga eftir, m.a. vegna hræringa á leikmannamarkaði, þar sem lög og reglur HSÍ um samskipti félaga við leikmenn eru í sumum tilfellum virt að vettugi. Stjórnendur Stjörnunnar taka ekki þátt í slíkum vinnubrögðum, né hafa yfir því fjármagni að ráða sem önnur félög virðast hafa og því varð félagið ósköp einfaldlega undir á mjög viðkvæmum leikmannamarkaði kvennahandboltans.Við fögnum því í sjálfu sér, að önnur félög horfi til leikmanna Stjörnunnar þegar nauðsyn er á styrkingu viðkomandi liða, en ítrekum óánægju okkar með að sum félög skuli ekki virða lög og reglur HSÍ um samningsbundna leikmenn.Framundan eru stór verkefni í íslenskum kvennahandknattleik. Landsliðið hefur í fyrsta sinn unnið sér keppnisrétt í úrslitum heimsmeistaramóts og spilar í Brasilíu í desember n.k. Allir metnaðarfullir leikmenn vilja að sjálfsögðu vinna sér sæti í landsliðinu og til þess þarf félag viðkomandi leikmanns að bjóða upp á bestu fáanlegu umgjörð þannig að leikmaðurinn taki framförum og eigi kost á að ná markmiðum sínum. Það getur Stjarnan ekki gert við núverandi aðstæður.Við óskum öllum leikmönnum sem hafa keppt á vegum Stjörnunnar undanfarin ár alls hins besta á nýjum vígstöðum. Jafnframt óskum við kvennahandboltanum á Íslandi góðs gengis og hörmum að þurfa að taka þessa ákvörðun – en hjá henni verður því miður ekki komist.Með handknattleikskveðju,Stjórn Hkd. Stjörnunnar Olís-deild kvenna Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. Í tilkynningunni er farið yfir ástæður þess að ákvörðun sé tekin. Lögð er áhersla á að ákvörðunin sé ekki tekin í skyndi og því síður af léttum hug. Kvennalið Stjörnunnar hefur verið í fremstu röð undanfarna áratugi. Ljóst er að núverandi leikmenn liðsins þurfa að leita sér að nýjum liðum. Þar á meðal eru landsliðskonurnar Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested. Tilkynningin frá StjörnunniGarðabæ, 24. ágúst 2011FréttatilkynningHandknattleiksdeild Stjörnunnar í Garðabæ hefur að vel yfirlögðu ráði tekið ákvörðun um að draga lið meistaraflokks kvenna úr keppni í N1-deild kvenna á komandi keppnistímabili, 2011 – 2012.Lið meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni hefur verið í fremstu röð kvennaliða á Íslandi mörg undanfarin ár og unnið til fleiri titla á þessari öld en nokkurt annað kvennalið í handknattleik á Íslandi. Að auki má fullyrða að liðið hefur verið flaggskip Stjörnunnar í keppni liða á afreksstigi, óháð keppnisgreinum og fært félaginu fleiri titla en nokkurt annað lið á vegum félagsins. Því ætti að vera augljóst að ákvörðun sem þessi er ekki tekin í skyndi, né heldur með léttum huga.Nokkrar ástæður liggja að baki ákvörðuninni, bæði utanaðkomandi og innan félags. Öllum er ljóst að rekstur íþróttaliða á afreksstigi hefur verið afar þungur á undanförnum árum og erfitt að standa undir kostnaði við rekstur margra liða innan eins félags á afreksstigi. Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur þar ekki verið undanskilin og deildinni reynst afar erfitt að afla þeirra fjármuna sem nauðsynlegir eru í slíkum rekstri, sem og stuðnings við það starf sem unnið hefur verið innan deildarinnar til að viðhalda afreksstarfi. Kvennalið Stjörnunnar varð einfaldlega undir í þeim slag, þrátt fyrir frábæran árangur undanfarinna ára.Nú er svo komið að þeir aðilar sem borið hafa hita og þunga af þessu starfi eru þess ekki megnugir að halda því áfram án frekari stuðnings. Markmið sem sett voru fyrir komandi keppnistímabil og virtust innan seilingar í sumar munu ekki ganga eftir, m.a. vegna hræringa á leikmannamarkaði, þar sem lög og reglur HSÍ um samskipti félaga við leikmenn eru í sumum tilfellum virt að vettugi. Stjórnendur Stjörnunnar taka ekki þátt í slíkum vinnubrögðum, né hafa yfir því fjármagni að ráða sem önnur félög virðast hafa og því varð félagið ósköp einfaldlega undir á mjög viðkvæmum leikmannamarkaði kvennahandboltans.Við fögnum því í sjálfu sér, að önnur félög horfi til leikmanna Stjörnunnar þegar nauðsyn er á styrkingu viðkomandi liða, en ítrekum óánægju okkar með að sum félög skuli ekki virða lög og reglur HSÍ um samningsbundna leikmenn.Framundan eru stór verkefni í íslenskum kvennahandknattleik. Landsliðið hefur í fyrsta sinn unnið sér keppnisrétt í úrslitum heimsmeistaramóts og spilar í Brasilíu í desember n.k. Allir metnaðarfullir leikmenn vilja að sjálfsögðu vinna sér sæti í landsliðinu og til þess þarf félag viðkomandi leikmanns að bjóða upp á bestu fáanlegu umgjörð þannig að leikmaðurinn taki framförum og eigi kost á að ná markmiðum sínum. Það getur Stjarnan ekki gert við núverandi aðstæður.Við óskum öllum leikmönnum sem hafa keppt á vegum Stjörnunnar undanfarin ár alls hins besta á nýjum vígstöðum. Jafnframt óskum við kvennahandboltanum á Íslandi góðs gengis og hörmum að þurfa að taka þessa ákvörðun – en hjá henni verður því miður ekki komist.Með handknattleikskveðju,Stjórn Hkd. Stjörnunnar
Olís-deild kvenna Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira