Hollendingurinn Klaas-Jan Huntelaar skoraði fjögur mörk þegar Schalke vann 6-1 sigur á finnska liðinu HJK Helsinki í forkeppni Evrópudeildarinnar en Finnarnir höfðu unnið fyrri leikinn 2-0 á heimavelli.
Þrjú af fjórum mörkum Klaas-Jan Huntelaar komu af vítapunktinum en Teemu Pukki jafnaði leikinn fyrir HJK aðeins fimm mínútum eftir að Huntelaar skoraði fyrsta mark leiksins.
Huntelaar kom Schalke aftur yfir á 25. mínútu og skoraði síðan þriðja markið á 49. mínútu. Kyriakos Papadopoulos skoraði fjórða markið áður en Huntelaar innsiglaði fernu sína og lokaorðið átti síðan Julian Draxler.
Huntelaar með fernu fyrir Schalke sem burstaði finnska liðið HJK
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
