Sigurður: Gerðu lítið úr starfi Stjörnunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. ágúst 2011 09:57 Frá leik Stjörnunnar í N1-deild kvenna á síðustu leiktíð. Mynd/Vilhelm Sigurður Bjarnason, varaformaður Stjörnunnar og núverandi formaður handknattleiksdeildar félagsins, harmar atburði síðustu daga og segir að þeir hafi ekki verið félaginu til framdráttar. Þáverandi stjórn handknattleiksdeildar sendi frá sér yfirlýsingu í fyrradag þar sem tilkynnt var að kvennalið félagsins myndi ekki taka þátt í N1-deild kvenna í vetur. Stjarnan er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í handbolta og hefur liðið verið flaggskip félagsins mörg undanfarin ár. Í gær tók aðalstjórn félagsins í taumana og kom starfinu aftur í gang. Í morgun var svo send yfirlýsing þar sem staðfest var að Stjarnan verði með í N1-deild kvenna í vetur. „Aðgerðir fyrri stjórnar handknattleiksdeildar voru ekki gerðar í neinu samráði við aðalstjórn Stjörnunnar," sagði Sigurður í samtali við Vísi. „Nú verður bara haldið áfram," sagði hann um framhaldið. Meðal þess sem fyrrverandi stjórn nefndi sem ástæður fyrir því að hætta væri erfitt rekstrarumhverfi og skortur á leikmönnum. „Öll lið þurfa að glíma við fjárhagserfiðleika. Það er takmarkaður peningur í öllum íþróttagreinum á landinu í dag. Ástandið í þjóðfélaginu er einfaldlega þannig. Þess fyrir utan hefur peningaleysi alltaf verið viðloðandi íþróttir og vilja menn alltaf fá meira. Það er eðlilegt." „En það þýðir samt ekki að við getum eytt um efni fram og byggt upp skýjaborgir. Miðað við stöðuna hjá Stjörnuna var ekki hægt að fara út í að kaupa sér hitt og þetta. Það verður bara að halda sér á jörðinni." Hann segir atburði gærdagsins hafa verið neikvæða fyrir Stjörnuna. „Það var alvarlega vegið að starfssemi félagsins og þá sérstaklega yngri flokka félagsins. Í félaginu eru margar ungar stelpur sem horfa mikið upp til meistaraflokks kvenna. Það hefur verið afreksflokkur í félaginu til fjölda ára. Þessum stelpum langar til að taka þátt í því og þarna sáu þær það starf rifið niður. Það fannst mér alvarlegast við þetta allt saman - það var ekkert verið að spá í því." „Svo er líka mikið af fólki sem hefur tekið þátt í starfi Stjörnunnar í handboltanum og eiga ógrynni af góðum minningum frá því. Þetta snertir það fólk líka. Mér fannst verið að gera lítið úr þessu öllu saman og ljóst að það hefði alltaf mátt fara aðrar leiðir en þessa." Meðal þess sem fráfarandi formaður, Baldur Ó. Svavarsson, sagði að yfirlýsingin sem kom út í vikunni hafi vakið menn af værum blundi. Menn hefðu talað fyrir daufum eyrum lengi - bæði hjá aðalstjórn félagsins og bæjaryfirvöldum. „Ég tel að svo sé ekki. Þetta hafði engin áhrif á það," sagði Sigurður og sagði það ekki rétt sem hafði komið fram hjá Baldri að deildin hafi fengið innspýtingu í starfið upp á milljón krónur í gær. „Ég veit ekki hvaða heimildir hann hefur fyrir því. Samkvæmt mínum heimildum hefur engin innspýting átt sér stað. Menn eru bara að vinna í þessum málum og koma þessu öllu í gang." „Aðalatriðið er að koma liðinu í stand. Leikmenn eru í sjokki og verður það verkefni okkar næstu daga." Olís-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Sigurður Bjarnason, varaformaður Stjörnunnar og núverandi formaður handknattleiksdeildar félagsins, harmar atburði síðustu daga og segir að þeir hafi ekki verið félaginu til framdráttar. Þáverandi stjórn handknattleiksdeildar sendi frá sér yfirlýsingu í fyrradag þar sem tilkynnt var að kvennalið félagsins myndi ekki taka þátt í N1-deild kvenna í vetur. Stjarnan er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í handbolta og hefur liðið verið flaggskip félagsins mörg undanfarin ár. Í gær tók aðalstjórn félagsins í taumana og kom starfinu aftur í gang. Í morgun var svo send yfirlýsing þar sem staðfest var að Stjarnan verði með í N1-deild kvenna í vetur. „Aðgerðir fyrri stjórnar handknattleiksdeildar voru ekki gerðar í neinu samráði við aðalstjórn Stjörnunnar," sagði Sigurður í samtali við Vísi. „Nú verður bara haldið áfram," sagði hann um framhaldið. Meðal þess sem fyrrverandi stjórn nefndi sem ástæður fyrir því að hætta væri erfitt rekstrarumhverfi og skortur á leikmönnum. „Öll lið þurfa að glíma við fjárhagserfiðleika. Það er takmarkaður peningur í öllum íþróttagreinum á landinu í dag. Ástandið í þjóðfélaginu er einfaldlega þannig. Þess fyrir utan hefur peningaleysi alltaf verið viðloðandi íþróttir og vilja menn alltaf fá meira. Það er eðlilegt." „En það þýðir samt ekki að við getum eytt um efni fram og byggt upp skýjaborgir. Miðað við stöðuna hjá Stjörnuna var ekki hægt að fara út í að kaupa sér hitt og þetta. Það verður bara að halda sér á jörðinni." Hann segir atburði gærdagsins hafa verið neikvæða fyrir Stjörnuna. „Það var alvarlega vegið að starfssemi félagsins og þá sérstaklega yngri flokka félagsins. Í félaginu eru margar ungar stelpur sem horfa mikið upp til meistaraflokks kvenna. Það hefur verið afreksflokkur í félaginu til fjölda ára. Þessum stelpum langar til að taka þátt í því og þarna sáu þær það starf rifið niður. Það fannst mér alvarlegast við þetta allt saman - það var ekkert verið að spá í því." „Svo er líka mikið af fólki sem hefur tekið þátt í starfi Stjörnunnar í handboltanum og eiga ógrynni af góðum minningum frá því. Þetta snertir það fólk líka. Mér fannst verið að gera lítið úr þessu öllu saman og ljóst að það hefði alltaf mátt fara aðrar leiðir en þessa." Meðal þess sem fráfarandi formaður, Baldur Ó. Svavarsson, sagði að yfirlýsingin sem kom út í vikunni hafi vakið menn af værum blundi. Menn hefðu talað fyrir daufum eyrum lengi - bæði hjá aðalstjórn félagsins og bæjaryfirvöldum. „Ég tel að svo sé ekki. Þetta hafði engin áhrif á það," sagði Sigurður og sagði það ekki rétt sem hafði komið fram hjá Baldri að deildin hafi fengið innspýtingu í starfið upp á milljón krónur í gær. „Ég veit ekki hvaða heimildir hann hefur fyrir því. Samkvæmt mínum heimildum hefur engin innspýting átt sér stað. Menn eru bara að vinna í þessum málum og koma þessu öllu í gang." „Aðalatriðið er að koma liðinu í stand. Leikmenn eru í sjokki og verður það verkefni okkar næstu daga."
Olís-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira