„Við erum að rembast og reyna að vera með í þessari baráttu um Íslandsmeistaratitilinn, því var þessu sigur virkilega mikilvægur," sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í kvöld.
„Við byrjuðum þennan leik vel og settum Blikana strax í ákveðin vandræði. Blikar komu sterkir til baka um miðjan fyrri hálfleik, en síðan í þeim síðari þá tökum við völdin á vellinum og náum að innbyrða fínan sigur".
