Kjúklingalið hjá Skagamönnum í kvöld - þjálfarinn hefur ekki áhyggjur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2011 16:16 Þórður Þórðarson, þjálfari Skagamanna. Mynd/Hag Skagamenn geta tryggt sér sæti í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir mæta ÍR-ingum upp í Mjódd í 17. umferð 1. deildar karla. ÍA-liðið vantar aðeins eitt stig til þess að komast aftur upp í úrvalsdeildina þar sem að liðið spilaði síðast sumarið 2008. „Það vantar mjög mikið í liðið hjá okkur," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari Skagamanna, en teflir hann fram hálfgerðu kjúklingaliði í kvöld? „Að stórum hluta," sagði Þórður. Gary Martin er í leikbanni á móti ÍR í kvöld, Arnar Már Guðjónsson meiddist í síðasta leik, Guðmundur Böðvar Guðjónsson ristarbrotnaði í síðasta leik og Heimir Einarsson er meiddur í baki. „Stefán Þórðarson er líka meiddur í baki en hann er að koma til og verður á bekknum í kvöld. Svo voru fimm strákar úr æfingahópnum okkar að fara í skóla í Bandaríkjunum þar af eru tveir strákar, Andri Geir Alexandersson og Ragnar Leósson, sem eru búnir að vera í 18 manna hópnum í allt sumar. Þetta er svolítið mikil blóðtaka á stuttum tíma," segir Þórður. „Við erum með stóran og breiðan hóp og ég treysti þessum strákum sem koma inn alveg hundrað prósent. Við erum alveg slakir og þetta er allt í góðu," segir Þórður. ÍA tapaði sínum fyrsta leik í 1. deildinni í sumar þegar þeir fengu Guðjón Þórðarson og lærisveina hans í BÍ/Bolungarvík í heimsókn á föstudagskvöldið. „Við ætluðum að setja punktinn yfir i-ið á föstudaginn en það tókst ekki. Við stefnum bara á að gera það í kvöld. Við höfum sex leiki til að ná í þetta eina stig svo framarlega sem hin liðin vinna allt," segir Þórður. „Þetta er búið að vera stórkostlegt sumar. Það sýnir styrkinn á hópnum hjá okkur að við getum ráðið við það að missa tíu menn út úr hópnum á tíu dögum. Við erum samt með fínt lið þannig að við erum hvergi bangnir fyrir kvöldið," sagði Þórður. Íslenski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Skagamenn geta tryggt sér sæti í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir mæta ÍR-ingum upp í Mjódd í 17. umferð 1. deildar karla. ÍA-liðið vantar aðeins eitt stig til þess að komast aftur upp í úrvalsdeildina þar sem að liðið spilaði síðast sumarið 2008. „Það vantar mjög mikið í liðið hjá okkur," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari Skagamanna, en teflir hann fram hálfgerðu kjúklingaliði í kvöld? „Að stórum hluta," sagði Þórður. Gary Martin er í leikbanni á móti ÍR í kvöld, Arnar Már Guðjónsson meiddist í síðasta leik, Guðmundur Böðvar Guðjónsson ristarbrotnaði í síðasta leik og Heimir Einarsson er meiddur í baki. „Stefán Þórðarson er líka meiddur í baki en hann er að koma til og verður á bekknum í kvöld. Svo voru fimm strákar úr æfingahópnum okkar að fara í skóla í Bandaríkjunum þar af eru tveir strákar, Andri Geir Alexandersson og Ragnar Leósson, sem eru búnir að vera í 18 manna hópnum í allt sumar. Þetta er svolítið mikil blóðtaka á stuttum tíma," segir Þórður. „Við erum með stóran og breiðan hóp og ég treysti þessum strákum sem koma inn alveg hundrað prósent. Við erum alveg slakir og þetta er allt í góðu," segir Þórður. ÍA tapaði sínum fyrsta leik í 1. deildinni í sumar þegar þeir fengu Guðjón Þórðarson og lærisveina hans í BÍ/Bolungarvík í heimsókn á föstudagskvöldið. „Við ætluðum að setja punktinn yfir i-ið á föstudaginn en það tókst ekki. Við stefnum bara á að gera það í kvöld. Við höfum sex leiki til að ná í þetta eina stig svo framarlega sem hin liðin vinna allt," segir Þórður. „Þetta er búið að vera stórkostlegt sumar. Það sýnir styrkinn á hópnum hjá okkur að við getum ráðið við það að missa tíu menn út úr hópnum á tíu dögum. Við erum samt með fínt lið þannig að við erum hvergi bangnir fyrir kvöldið," sagði Þórður.
Íslenski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira