Tiger Woods ræður æskuvin sinn sem kylfusvein til bráðabirgða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. ágúst 2011 23:30 Félagararnir Bryon Bell og Tiger Woods. Nordic Photos/AFP Tiger Woods mætir til leiks á WGC-Bridgestone mótið í golfi á fimmtudaginn eftir tæplega þriggja mánaða fjarveru frá golfvellinum. Woods, sem nýverið rak kylfusvein sinn Steve Williams, hefur fengið æskuvin sinn til þess að bera golfpokann á mótinu. Æskuvinurinn heitir Bryon Bell og hefur áður aðstoðað Woods á golfvellinum. Woods hefur glímt við meiðsli á hásin og hné en segist tilbúinn í slaginn í Ohio. Þessi fyrrum fremsti golfari heims hefur ekki unnið sigur á golfmóti síðan í nóvember 2009. Brottvikning nýsjálenska kylfusveinsins Williams vekur þó ekki síður athygli en endurkoma Woods á golfvöllinn. „Mér fannst kominn tími á breytingu. Hann er frábær náungi og hjálpaði mér mikið á ferli mínum. En ég held að ég hafi líka hjálpað honum," sagði Woods um Williams. Williams, sem hefur um árabil verið tekjuhæsti „íþróttamaður" Nýja-Sjálands, var allt annað en sáttur við brottvikninguna. Hann sagðist meðal annars hafa sóað tveimur árum hjá Woods meðan sá síðarnefndi tók sér hlé frá golfíþróttinni vegna vandamála utan vallar. „Honum finnst það og þannig líður honum. Mér fannst kominn tími á breytingu. Við Stevie áttum frábæra tíma. Stevie er stórkostlegur kylfusveinn," sagði Woods. Um nýja kylfusveininn sagði Woods að þeir Bell hefðu þekkst lengi og liði vel saman á vellinum. Ráðning hans væri þó aðeins tímabundin. Golf Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Tiger Woods mætir til leiks á WGC-Bridgestone mótið í golfi á fimmtudaginn eftir tæplega þriggja mánaða fjarveru frá golfvellinum. Woods, sem nýverið rak kylfusvein sinn Steve Williams, hefur fengið æskuvin sinn til þess að bera golfpokann á mótinu. Æskuvinurinn heitir Bryon Bell og hefur áður aðstoðað Woods á golfvellinum. Woods hefur glímt við meiðsli á hásin og hné en segist tilbúinn í slaginn í Ohio. Þessi fyrrum fremsti golfari heims hefur ekki unnið sigur á golfmóti síðan í nóvember 2009. Brottvikning nýsjálenska kylfusveinsins Williams vekur þó ekki síður athygli en endurkoma Woods á golfvöllinn. „Mér fannst kominn tími á breytingu. Hann er frábær náungi og hjálpaði mér mikið á ferli mínum. En ég held að ég hafi líka hjálpað honum," sagði Woods um Williams. Williams, sem hefur um árabil verið tekjuhæsti „íþróttamaður" Nýja-Sjálands, var allt annað en sáttur við brottvikninguna. Hann sagðist meðal annars hafa sóað tveimur árum hjá Woods meðan sá síðarnefndi tók sér hlé frá golfíþróttinni vegna vandamála utan vallar. „Honum finnst það og þannig líður honum. Mér fannst kominn tími á breytingu. Við Stevie áttum frábæra tíma. Stevie er stórkostlegur kylfusveinn," sagði Woods. Um nýja kylfusveininn sagði Woods að þeir Bell hefðu þekkst lengi og liði vel saman á vellinum. Ráðning hans væri þó aðeins tímabundin.
Golf Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira