Körfubolti

Haukur Helgi hættur hjá Maryland - ætlar til Evrópu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Haukur Helgi segir körfuboltann í Evrópu henta sér betur.
Haukur Helgi segir körfuboltann í Evrópu henta sér betur.
Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik, er hættur að leika með Maryland-háskóla. Haukur, sem spilaði sína fyrstu A-landsleiki á Norðurlandamótinu í júlí, hefur hug á að spila í Evrópu á næsta tímabili.

Haukur Helgi er á 19. aldursári og þótti spila vel með Maryland-háskóla á síðasta tímabili. Svo vel að hann var kominn í byrjunarliðið sem þykir afar gott af leikmanni á yngsta ári.

„“Jú, það gekk ágætlega úti. Ég byrjaði í seinustu tveimur leikjunum mínum sem er mjög gott fyrir fyrsta árs nema. En þó það hafi gerst leitaði hugurinn alltaf til Evrópu,“ sagði Haukur Helgi í spjalli við Vísi.

Haukur segir nokkur lið í Evrópu hafa sýnt sér áhuga og vonast til þess að hlutirnir verði farnir að skýrast um miðjan mánuðinn.

Haukur fór á kostum með landsliði Íslands 20 ára og yngri í B-deild Evrópumótsins í Bosníu fyrr í sumar. Að mótinu loknu hélt hann til liðs við A-landsliðið á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Þar spilaði hann sína fyrstu A-landsleiki og var í byrjunarliðinu í seinni tveimur leikjum mótsins.

Nánar verður rætt við Hauk Helga í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×