Körfubolti

Sundsvall-strákarnir í sérflokki í stigaskorun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob og Hlynur eru stigahæstir.
Jakob og Hlynur eru stigahæstir. Mynd/Valli
Sundvall-mennirnir í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta eru langstigahæstir eftir tvo fyrstu leiki liðsins á Norðurlandamótinu í Sundsvall. Íslenska liðið hefur tapað fyrir Svíum og Finnum í fyrstu tveimur leikjum sínum en mætir Dönum í kvöld.

Jakob Örn Sigurðarson, Hlynur Bæringsson og Pavel Ermolinkskij eru búnir að skora saman 96 af 138 stigum íslenska liðsins í tapleikjum þess á móti Svíum og Finnum.

Þetta þýðir að kapparnir þrír hafa skorað rétt tæp 70 prósent stiga íslenska liðsins í fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Peter Öqvist sem er einnig þjálfari þeirra hjá Sundsvall Dragons.

Jakob er stigahæstur með 20.5 stig að meðaltali í leik, Hlynur hefur skorað 15,5 stig í leik og Pavel er með 12,0 stig í leik. Næstu menn, Hörður Axel Vilhjálmsson og Logi Gunnarsson hafa skorað samtals tíu stig hvor eða 5,0 stig að meðaltali í leik.

Íslenska liðið mætir Dönum í kvöld og hefst leikurinn klukkan 18.15 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×