Rúnar: Förum ekki áfram í þessari keppni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júlí 2011 22:34 Rúnar Kristinsson þjálfari KR var skiljanlega svekktur eftir 4-1 tap á heimavelli gegn Dinamo Tbilisi í undankeppni Evrópudeildar í kvöld. KR-ingar fengu fín færi í leiknum sem nýttust ekki. „Já, þetta er að mínu mati alltof stórt tap. Þeir refsa grimmilega, fóru hratt fram á okkur og skoruðu fín mörk. Miðað við færin sem við fengum í þessum leik eru úrslitin ekki að gefa rétta mynd af leiknum," sagði Rúnar. KR-ingar fjölmenntu nokkrum sinnum á síðasta þriðjung vallarins en fengu hraðar skyndisóknir í bakið sem erfitt var að verjast. Menn voru seinir tilbaka og það kostaði mörk. „Já, sérstaklega í fyrsta markinu. Þar fannst okkur leikmaðurinn spila boltanum tilbaka á markmanninn. Dómarinn dæmdi ekkert og leikmennirnir voru óánægðir með það og voru að svekkja sig. Á sama tíma grýtti markvörðurinn boltanum fram og lenda fjórir á þrjá og jafna leikinn. Það var vendipunktur í þessu. Svo fannst mér við falla og langt tilbaka. Við ætluðum að setja meiri pressu á varnarmennina þeirra því þeim gekk illa að spila boltanum. En frá miðsvæðinu upp í fremstu menn voru þeir flinkir og fljótir og við lentum í mesta basli með henni. Möguleikinn í síðari leiknum er lítill og Rúnar er meðvitaður um það. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum ekki að fara áfram í þessari keppni. Við viljum samt spila almennilegan leik á útivelli og vera KR til sóma. Á sama tíma þurfum við að hvíla einhverja leikmenn og gefa öðrum leikmönnum tækifæri á að spila. Leikmönnum sem þurfa leikæfingu að halda og fá möguleikann. Við munum nýta þennan leik í það," sagði Rúnar. Íslenski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson þjálfari KR var skiljanlega svekktur eftir 4-1 tap á heimavelli gegn Dinamo Tbilisi í undankeppni Evrópudeildar í kvöld. KR-ingar fengu fín færi í leiknum sem nýttust ekki. „Já, þetta er að mínu mati alltof stórt tap. Þeir refsa grimmilega, fóru hratt fram á okkur og skoruðu fín mörk. Miðað við færin sem við fengum í þessum leik eru úrslitin ekki að gefa rétta mynd af leiknum," sagði Rúnar. KR-ingar fjölmenntu nokkrum sinnum á síðasta þriðjung vallarins en fengu hraðar skyndisóknir í bakið sem erfitt var að verjast. Menn voru seinir tilbaka og það kostaði mörk. „Já, sérstaklega í fyrsta markinu. Þar fannst okkur leikmaðurinn spila boltanum tilbaka á markmanninn. Dómarinn dæmdi ekkert og leikmennirnir voru óánægðir með það og voru að svekkja sig. Á sama tíma grýtti markvörðurinn boltanum fram og lenda fjórir á þrjá og jafna leikinn. Það var vendipunktur í þessu. Svo fannst mér við falla og langt tilbaka. Við ætluðum að setja meiri pressu á varnarmennina þeirra því þeim gekk illa að spila boltanum. En frá miðsvæðinu upp í fremstu menn voru þeir flinkir og fljótir og við lentum í mesta basli með henni. Möguleikinn í síðari leiknum er lítill og Rúnar er meðvitaður um það. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum ekki að fara áfram í þessari keppni. Við viljum samt spila almennilegan leik á útivelli og vera KR til sóma. Á sama tíma þurfum við að hvíla einhverja leikmenn og gefa öðrum leikmönnum tækifæri á að spila. Leikmönnum sem þurfa leikæfingu að halda og fá möguleikann. Við munum nýta þennan leik í það," sagði Rúnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira