Formaður BÍ/Bolungarvíkur biður Ólsara afsökunar Stefán Árni Pálsson skrifar 10. júlí 2011 16:45 Tomi Ameobi, leikmaður BÍ/Bolungarvíkur. Mynd/Anton „Ég bið Ólafsvíkinga afsökunar á þessu," sagði Samúel Samúelsson formaður BÍ/Bolungarvíkur í viðtali við vefsíðuna Fótbolta.net í dag. Eins og Vísir greindi frá í gær þá var fjallað um hegðun Ólafsvíkinga á vellinum á föstudagskvöld þar sem heimamenn áttu að hafa hrópað ókvæðisorð að leikmönnum BÍ/Bolungarvíkur sem tengja má við kynþáttfordóma. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur, www.bibol.is, var fjallað um leikinn og í lok umfjöllunarinnar stendur: „Það má bæta við þetta að andrúmsloftið í Ólafsvík var vægast sagt öðruvísi en annars staðar því oft á tíðum var hrópað að tveim leikmönnum okkar mjög niðrandi hróp sem flokkast einfaldlega undir kynþáttafordóma. Hrópin ómuðu um Ólafsvík og fóru væntanlega ekki framhjá neinum íbúa bæjarins." Samúel Samúelsson, formaður klúbbsins, hefur nú beðið íbúa Ólafsvíkur afsökunar og það hafi verið orðum ofaukið að tala um bæjarfélagið í heild sinni þegar kom að þessu leiðinlega máli. „Í ljósi þessarar umræðu varðandi Víking Ólafsvík í heild sinni þá harma ég að þetta hafi komið fram á okkar vef," sagði Samúel einnig við fotbolta.net. „Þó einn áhorfandi á vegum Víkings hafi hegðað sér óeðlilega finnst mér leiðinlegt að stimpla fótboltafélagið og bæjarfélagið fyrir það." Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV og uppalinn Ólsari hefur í kjölfarið dregið tilbaka ummæli sín á Twitter þess efnis að BÍ/Bolungarvík sé mesti skítaklúbbur landsins. Íslenski boltinn Tengdar fréttir BÍ/Bolungarvík steinlá í Ólafsvík Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík töpuðu 4-1 gegn Víkingum í Ólafsvík í kvöld. Vestfirðingar komust yfir snemma leiks en Ólafsvíkingar komu tilbaka og tryggðu sér glæsilegan sigur. 8. júlí 2011 22:08 Brynjar Gauti: BÍ/Bolungarvík einn mesti skítaklúbbur landsins Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV kallar BÍ/Bolungarvík skítaklúbb. Í gær fjallaði Vísir um ásakanir Vestfirðinga um að stuðningsmenn Víkings frá Ólafsvík hefðu sýnt leikmönnum BÍ/Bolungarvík kynþáttafordóma. 10. júlí 2011 09:30 BÍ/Bolungarvík ósátt við kynþáttafordóma í Ólafsvík Víkingur í Ólafsvík vann mikilvægan 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í viðureign liðanna á Snæfellsnesi í gær. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur segir að leikmenn liðsins hafi orðið fyrir niðrandi hrópum frá heimamönnum meðan á leik stóð. 9. júlí 2011 16:45 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
„Ég bið Ólafsvíkinga afsökunar á þessu," sagði Samúel Samúelsson formaður BÍ/Bolungarvíkur í viðtali við vefsíðuna Fótbolta.net í dag. Eins og Vísir greindi frá í gær þá var fjallað um hegðun Ólafsvíkinga á vellinum á föstudagskvöld þar sem heimamenn áttu að hafa hrópað ókvæðisorð að leikmönnum BÍ/Bolungarvíkur sem tengja má við kynþáttfordóma. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur, www.bibol.is, var fjallað um leikinn og í lok umfjöllunarinnar stendur: „Það má bæta við þetta að andrúmsloftið í Ólafsvík var vægast sagt öðruvísi en annars staðar því oft á tíðum var hrópað að tveim leikmönnum okkar mjög niðrandi hróp sem flokkast einfaldlega undir kynþáttafordóma. Hrópin ómuðu um Ólafsvík og fóru væntanlega ekki framhjá neinum íbúa bæjarins." Samúel Samúelsson, formaður klúbbsins, hefur nú beðið íbúa Ólafsvíkur afsökunar og það hafi verið orðum ofaukið að tala um bæjarfélagið í heild sinni þegar kom að þessu leiðinlega máli. „Í ljósi þessarar umræðu varðandi Víking Ólafsvík í heild sinni þá harma ég að þetta hafi komið fram á okkar vef," sagði Samúel einnig við fotbolta.net. „Þó einn áhorfandi á vegum Víkings hafi hegðað sér óeðlilega finnst mér leiðinlegt að stimpla fótboltafélagið og bæjarfélagið fyrir það." Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV og uppalinn Ólsari hefur í kjölfarið dregið tilbaka ummæli sín á Twitter þess efnis að BÍ/Bolungarvík sé mesti skítaklúbbur landsins.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir BÍ/Bolungarvík steinlá í Ólafsvík Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík töpuðu 4-1 gegn Víkingum í Ólafsvík í kvöld. Vestfirðingar komust yfir snemma leiks en Ólafsvíkingar komu tilbaka og tryggðu sér glæsilegan sigur. 8. júlí 2011 22:08 Brynjar Gauti: BÍ/Bolungarvík einn mesti skítaklúbbur landsins Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV kallar BÍ/Bolungarvík skítaklúbb. Í gær fjallaði Vísir um ásakanir Vestfirðinga um að stuðningsmenn Víkings frá Ólafsvík hefðu sýnt leikmönnum BÍ/Bolungarvík kynþáttafordóma. 10. júlí 2011 09:30 BÍ/Bolungarvík ósátt við kynþáttafordóma í Ólafsvík Víkingur í Ólafsvík vann mikilvægan 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í viðureign liðanna á Snæfellsnesi í gær. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur segir að leikmenn liðsins hafi orðið fyrir niðrandi hrópum frá heimamönnum meðan á leik stóð. 9. júlí 2011 16:45 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
BÍ/Bolungarvík steinlá í Ólafsvík Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík töpuðu 4-1 gegn Víkingum í Ólafsvík í kvöld. Vestfirðingar komust yfir snemma leiks en Ólafsvíkingar komu tilbaka og tryggðu sér glæsilegan sigur. 8. júlí 2011 22:08
Brynjar Gauti: BÍ/Bolungarvík einn mesti skítaklúbbur landsins Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV kallar BÍ/Bolungarvík skítaklúbb. Í gær fjallaði Vísir um ásakanir Vestfirðinga um að stuðningsmenn Víkings frá Ólafsvík hefðu sýnt leikmönnum BÍ/Bolungarvík kynþáttafordóma. 10. júlí 2011 09:30
BÍ/Bolungarvík ósátt við kynþáttafordóma í Ólafsvík Víkingur í Ólafsvík vann mikilvægan 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í viðureign liðanna á Snæfellsnesi í gær. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur segir að leikmenn liðsins hafi orðið fyrir niðrandi hrópum frá heimamönnum meðan á leik stóð. 9. júlí 2011 16:45