Langá loksins að fá stóru göngurnar? Karl Lúðvíksson skrifar 13. júlí 2011 09:13 Veiðistaðurinn Jósef í Langá Mynd af www.svfr.is Um 250 laxar hafa veiðst í Langá það sem af er. Svo virðist sem að auknar göngur séu þessa stundina og veiðitölur hafa tekið kipp. Morgunvaktin í morgun gaf 20 laxa og að sögn starfsmanna þá er greinilega mjög aukin fiskgengd í Langá þessa stundina. Mikið líf er á neðsta svæðinu og lax að ganga af krafti. Lax hefur veiðst í Ármótafljóti svo og í Skriðufljóti á Fjallinu auk hefðbundinna staða líkt og Hellisbreiðu og Bjargstreng. Vatnsstaða er með allra besta móti og enn flæðir yfir klappirnar í vatnsmiðluninni við Langavatn. Að sögn veiðivarðar tryggir það góða vatnsstöðu langt fram eftir ágústmánuði. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði
Um 250 laxar hafa veiðst í Langá það sem af er. Svo virðist sem að auknar göngur séu þessa stundina og veiðitölur hafa tekið kipp. Morgunvaktin í morgun gaf 20 laxa og að sögn starfsmanna þá er greinilega mjög aukin fiskgengd í Langá þessa stundina. Mikið líf er á neðsta svæðinu og lax að ganga af krafti. Lax hefur veiðst í Ármótafljóti svo og í Skriðufljóti á Fjallinu auk hefðbundinna staða líkt og Hellisbreiðu og Bjargstreng. Vatnsstaða er með allra besta móti og enn flæðir yfir klappirnar í vatnsmiðluninni við Langavatn. Að sögn veiðivarðar tryggir það góða vatnsstöðu langt fram eftir ágústmánuði. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði