Langá loksins að fá stóru göngurnar? Karl Lúðvíksson skrifar 13. júlí 2011 09:13 Veiðistaðurinn Jósef í Langá Mynd af www.svfr.is Um 250 laxar hafa veiðst í Langá það sem af er. Svo virðist sem að auknar göngur séu þessa stundina og veiðitölur hafa tekið kipp. Morgunvaktin í morgun gaf 20 laxa og að sögn starfsmanna þá er greinilega mjög aukin fiskgengd í Langá þessa stundina. Mikið líf er á neðsta svæðinu og lax að ganga af krafti. Lax hefur veiðst í Ármótafljóti svo og í Skriðufljóti á Fjallinu auk hefðbundinna staða líkt og Hellisbreiðu og Bjargstreng. Vatnsstaða er með allra besta móti og enn flæðir yfir klappirnar í vatnsmiðluninni við Langavatn. Að sögn veiðivarðar tryggir það góða vatnsstöðu langt fram eftir ágústmánuði. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ein af flugunum sem ekki má gleyma Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði
Um 250 laxar hafa veiðst í Langá það sem af er. Svo virðist sem að auknar göngur séu þessa stundina og veiðitölur hafa tekið kipp. Morgunvaktin í morgun gaf 20 laxa og að sögn starfsmanna þá er greinilega mjög aukin fiskgengd í Langá þessa stundina. Mikið líf er á neðsta svæðinu og lax að ganga af krafti. Lax hefur veiðst í Ármótafljóti svo og í Skriðufljóti á Fjallinu auk hefðbundinna staða líkt og Hellisbreiðu og Bjargstreng. Vatnsstaða er með allra besta móti og enn flæðir yfir klappirnar í vatnsmiðluninni við Langavatn. Að sögn veiðivarðar tryggir það góða vatnsstöðu langt fram eftir ágústmánuði. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ein af flugunum sem ekki má gleyma Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði